5.2.2008 | 19:21
leiddist í tíma
ég var að láta mér leiðast í Íslenskutíma, og fór að hugsa til ástar, og byrjaði bara að hripa eitthvað niður í stílabókina mína sem að varð að löngu kvæði.
þetta er emoticonal shit og vill deila því með ykkur, þetta er um sömu manneskju á sama tíma, og kemur frá sömu manneskju.
Ég hata þig svo mikið að ég fékk mér tattú með mynd af þér og nafni þínu, ég eyði nóttunum í að skera þig burt, en þú kemur bara aftur, eins og slæmt krabbamein.
Ég elska þig svo mikið að ég fékk mér tattú með mynd af þér og nafni þínu, ég eyði nóttunum í að skera þig burt, því að ég er ei verðugur til að ganga með þér. En samt kemur þú aftur.
Þú ert svo forljót að mér verður flökurt af því að sjá þig.
Þú ert svo falleg að mér verður flökurt af því að sjá þig ekki.
Þú lítur út eins og mistök guðs og átt ekki skilið að lifa.
Þú ert fullkomnun guðs og ég á ekki skilið að lifa í nánd við þig.
Þú eyðilagðir líf mitt og tókst tilgang minn til að lifa.
Þú græddir líf mitt og gafst mér tilgang til að lifa.
Þegar að þú horfir á mig þá sekk ég lengra inn í eigið brjálæði og sjúkleika af morðhugsunum um þig.
Þegar að þú horfir á mig þá sekk ég lengra inn í augu þín og týnist algerlega.
Ég vorkenni vinum þínum fyrir að þekkja þig.
Ég öfunda vini þína fyrir að þekkja þig.
Í huga mínum drep ég þig aftur, aftur og aftur.
Í huga mínum kyssi ég þig aftur, aftur og aftur.
Mig langar til þess að binda þig við staur og pína þig til dauða.
Mig langar til þess að njóta ásta með þér hverja einustu nótt.
Mig langaði einusinni að játa hatur minn á þér...
Mig langaði einusinni að játa ást mína á þér...
... Lemja þig...
... Kyssa þig...
... Sparka í kvalinn líkama þinn...
... Renna höndum mínum um silkimjúkan líkama þinn...
... Henda þér í skottið á bílnum mínum...
... Skutla þér heim á nýja bílnum mínum...
... Brenna burt augun á þér...
... Horfa djúpt í augun á þér...
... Og segja...
... "Ég hata þig".
... "Ég elska þig".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.2.2008 | 13:42
komment
ég var að kommenta bloggið hjá honum Bjarka, www.emptiness.blog.is , og ég bara vó, þetta var langt og innilegt svar, og þetta er eiginlega message til allra, hér kemur það:
2.2.2008 | 18:20
varð að
ég verð að deila þessu með ykkur.
ég var að tala við Eirdísi á msn og við vorum að tala um nöfn og hún heitir á kínversku Bai Yun (hún er hálf kínversk BTW) og það þýðir hvítt ský, og ég var svo abbó vegna þess að mitt naf þýðir bara vindur. þá sagði hún að nafnið mitt þýðir dick- typpi á Albanísku.
ég ætlaði að drepast úr hlátri, og ég bara:"fórstu og leitaðir actually að því, creepið þitt ( í djóki )?"
og hún sagði að vinur hennar frá Albaníu hafði sagt henni þetta þegar hún sagðist vera að hanga með mér og vinum. hann fékk sömu viðbrögð og ég fékk núna.
en já, nú veit ég að nafnið mitt þýðir vindur og skaufi.
fólk á ábyggilega ekki eftir að taka mig alvarlega í Albaníu.
þá er ég búinn í dag.
K.v. Kári
P.S. ég á Lula 3D :D:D:D:D:D:D:D:D:D:D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2008 | 00:09
nevermind the baby, here's Nirvana
hæjjh mínar elskulegu litlu strengjabrúður sem að ég stjórna í gegn um bloggið.
ég var í skólanum í dag, fór bara í 3 tíma eins og vant er á föstudögum, ég er ekki í dönsku þannig að dagskráin mín er:
7-8.10 sofa
8.10- 8.50 sofa
8.50- 9.10 sofa
9.15- 9.25 vakna úr rotinu sem að ég fór í um nóttina og rifja upp síðustu vikur.
9.26-9.26/5 bursta tennurnar.
9.27- 9.28 neita sjálfum mér um morgunverð vegna þess að ekkert er til.
9.29- 9.30 skóli:mæta í frímínutur.
9.50- 10.30 stærðfræði
10.30- 11.10 gat: danska
11.20- 12 enska
12- 12.40 íslenska
stundum frá 12.40- 12.55 er ég með hinum krökkunum við borðið á meðan þau éta, tala við þau um hvað lífið sökkar feitan.
búinn dagurinn.
en í dag fór ég til pabba, og hann þurfti að fara til læknis í kringlunni, þannig að ég og Addi fengum þús kall hver til þess að fara að kaupa okkur eitthvað, ég er ekki með kortið lengur, því miður, en síðan fórum við í Skífuna, og ég var næstum búinn að kaupa mér Load diskinn frá Metallica, en þá komst Addi að því að það var engin heimild á kortinu hans, þá hættum við við.
fórum þá í BT og ég keypti þá einn besta disk sem að ég hef keypt: Nevermind diskinn eftir Nirvana.
þetta er allgjört audio extacy, er að hlusta á lagið Endless, Nameless sem að er "secret track" á disknum, það byrjar á 13:52 í laginu Something in the Way. þetta er lag sem að þeir oftast notuðu til þess að rústa sviðinu á tónleikum í lokin, og það fyndnasta er að þetta lag hljómar eins og svið að eyðileggjast.
ég er nokkurn veginn búinn núna.
nei þið fáið ekki ljóð.
afhverju? ég nenni ekki að yrkja.
hér koma klámfengnu mynirnar sem að þið hafið verið að bíða eftir allt bloggið mitt, perrarnir ykkar.
VARÚÐ! Hér kemur efni beint úr huga höfundar, ekki hafa teprur og blablabla... gerið eins og þegar að þið eruð að stunda sjálfsfróun: LOKIÐ AÐ YKKUR OG GERIÐ ÞETTA EIN!
mig langar í svona gítar, srsly, Kurt Cobain notaði nákvæmnlega eins tegund, það hljómaði æðislega vel, bara verst að ég veit ekki hvaða tegund hann er :(
það væri gott ef að einhver vissi það, og segði mér.
mig langar svo, verst er að þessi asshole hjá gibson hættu að framleiða hann 1983, ekkert að þessu, Mike Dirnt notar svona.... HVAÐ???? má mig ekki langa?
þetta er reyndar meiri löngun í þennan, hann var hættur í framleiðslu 1982, þetta er svo fallegur, fólk er bara svo heimskt að hætta svona, ég ætla að vona að ég geti einn daginn átt fyrir custom og látið smíða sér fyrir mig :D það er hægt ef að maður er super-mega-asshole-rich-mofo-frægur. hér er síðan http://www.gibsonbass.com/Victorycustom.php
jæja ég er búinn núna.
ekkert video, finnið ykkar eigin tónlist.
kv. Kári
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2008 | 22:31
hefnd
ARG! Oddur bloggaði, það þýðir stríð!
nei, en ég bara fékk hugmynd um að blogga þegar að ég fór að hlusta á The Clash, og Oddur sendi mér link á bloggið sitt og var búinn að blogga :P
Jæja, ég var næstum búinn að falla í ensku í dag... já ég veit, "Kári að falla? uppáhalds nemandi Helgu :O"
en svo var, ég hafði alveg gleymt að við ættum að skila ritgerð í enskunni, um bókina Bristol Murder, og ég var bara "fokk" í tíma, og bað um frest, hún gaf mér til 4 í dag að skila.
þannig að ég hljóp heim eftir skóla og skrifaði þetta og náði með naumindum niður i skóla, en verst var að ég gat ekki gert forsíðu í Wordpad.
Fokkin Wordpad.
En ég náði því, og ég fell ekki :D
hér kemur ljóð um þetta:
ég beið og beið
með enskuna og það,
en síðan um leið
þurfti að vera á öðrum stað.
ef að þú stelur þessu án þess að spyrja mig verð ég mjög óánægður með þig.
jæja, þetta var útrás.
meira um daginn.
Ingvar og Arnór komu til mín og ég fór út með þeim. Yey. Við fórum í Krónuna og þeir keyptu sér eitthvað og ég náði að plata hann Ingvar út í að eyða pening í mig, yees once again i tricked the fool *evil hlátur* ég er að grínast, ég veit að þú lest þetta. ;)
síðan horfðum við á Doom og eftir það fórum við í Warhawk, síðan fórum við Arnór, reyndar fór ég aðeins eftir honum.
núna kemur annað v-orð
VARÚÐ! hér koma myndir úr huarheimi mínum, ekki er mælt með að foreldrar, lítil systkyni eða teprur skoði þetta, þannig að ef að eitthvað á við þig þarna uppi mæli ég ekki með því að þú lesir lengra.
ég fann staðalýmind Metalista. þetta er alveg rétt, nema eitt vantar, þegar að þeir eru heima hjá sér eru þeir hugsandi og skynsamir einstaklingar. samt er þetta fullkomin mynd af venjulegum headbanger á meðan fólks.
Mig langar í svona, ef að þið hafið séð videoið fyrir Knights of Cydonia eftir Muse þá kannist þið ábyggilega við hann.
'scuse me while i escape reality.
stundum er maður einn.
jæja, þá er video.
kv.
- Kári
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2008 | 21:01
lærilær
ég þoli ekki skólann.... þetta hafið þið ábyggilega heyrt áður, en enginn hefur haft áhuga á að hlusta á hvers vegna, hér kemur það...
... ástæða fyrir að við krakkarnir erum neydd að vakna 5 daga vikunar klukkan 8 um hánótt er að við erum að fara í skólann. það er mjög gott að við förum í skólann, ég hef ekkert á móti því að læra Í SKÓLANUM, en hins vegar að læra utan skólans hata ég, af hverju er ekki bara látið okkur læra í skólanum, lengt árið um viku og tekið þessi 2 daga frí burt úr skóladagskránni og látið okkur læra almennilega, kanski lengja daginn um klst. það sökkar kanski að gera það en hugsa sér, ef að við förum í skólann kl 7, búin 1-2 og ekkert að læra, það væri fínt.
kanski eru allir ósammála með þetta en ég er bara á móti heimanámi, eins og foreldrar okkar segja við okkur:"verið börn eins lengi og þið getið, ekki fullorðnast of fljótt" ég nenni ekki að eyða heilu helgunum í að læra fyrir næstu viku út af því að við áttum of stuttan dag. ég er bara á því að íslenska grunnskólakerfið sé úrelt. tímarnir eru alavega úreltir, kennslan er fín. fyrir utan einn hlut. það er stærðfræðin. ég hef alldrei verið neinn rosa stærðfræðigaur, en það hefur nú enginn í fjölskildunni verið það fyrir utan mömmu mína og afa minn. en stærðfræðin er frekar illa kennd hérna, ég fékk rétt svo að læra margföldunartöfluna sem að ég kann ekki alveg alla ennþá, og síðan var farið út í deilingu sem að meikaði ekkert sense fyrir mér vegna þess að þá var strax byrjað að taka upp margföldun aftur, síðan vcar farið í algebru, kenna okkur um pi og fleira og að finna gildi og einfalda og hvað annað. ég kann ekki nema helminginn af þessu, það var bara kennt svo illa, maður skildi ekkert af því sem að kennarinn sagði, síðan var sent mann í próf og síðan eftir það vill kennarinn tala um að maður tekur ekki nóg eftir, það var ekki hægt að skilja neytt af þessu, kennarinn talaði ekki Íslensku. þetta er eins og að læra Rússnesku á þann hátt að gaur kemur inn og talar bara rússnesku og lætur mann fá al-Rússneskt námsefni, engar þýðingar. Ok, kanski með tímanum lærir maður málið en það er langur tími, þetta er eins, það verður að útskýra þetta fyrir manni.
ég ætla sooooo ekki að leggja þá byrði á kennara í menntaskóla að læra erfiða stærðfræði.
jæja, ég er búinn að hella eitthvað af huga mínum á bloggið núna.
VARÚÐ: hér koma myndir og pælingar beint úr hugarheimi mínum, ég ráðlegg ykkur að ekki hafa foreldra, lítil systkini eða teprur nálægt, ég er listamaður at work og ég leita að inspiration alls staðar frá.
ég er að hugsa um að safna miklu hári og "Jasona" það síðan, sem sagt að ég raka hliðarnar af en skil eftir síða hárið, prófa að lita það svart og breytast í goth.
þessi mynd kom þegar að ég skrifaði goth í google, þessi mynd er frekar grófklámfengin en samt var eitthvað "artískt" sem að heillaði mig við að sjá hana, mainly var þetta hot, en eitthvað sick á sama tíma, hvað finnst ykkur hinum?
þetta er bara cool, var að leita að gömlum cyberpunk leikjum, fann þessa mynd og bara vó. þetta er mjög vel teiknað.
svo sad að hann skildi hafa dáið svona ungur. hann var víst að missa röddina út af reykingum og ætlaði að hætta í Nirvana, það er talað um að "sjálfsmorðsbréfið" hans hafi upprunalega verið bréf til hljómsveitarinnar og aðdáenda að hann ætlaði að hætta, vegna þess að síðasti parturinn af bréfinu, sem að var "sjálfsmorðsparturinn" var skrifaður seinna, með örðum penna og með annari rithönd.
þetta er sjarmörinn sjálfur, ég er mjög stoltur af þessari mynd. hér er sagan á bakvið hana: ég var heima hjá Bjarka og við vorum í makkanum hans og síðan þurfti hann að fara að borða þannig að ég fiktaði bara eitthvað og fór í photo booth og sá að hann hafði tekið 3 emo myndir af sjálfum sér áður en ég kom, þannig að ég tók því sem áskorun og tók 3 emo myndir af mér, þessi var sú besta, hann sá hana síðan eftir að hann var búinn að borða, og við edituðum hana fullt, hún var samt svarthvít. en já, þetta er mjög "styltileg" mynd
langar í þennan, það er mest út af pikkuppunum og síðan eitthvað vegna þess að þetta er nýlegasta frá Fender, sem að er "original", ekki eitthvað endurútgefið shit. þetta er G & L Comanche, það væri samt flottara að eiga hann í svörtum.
jæja, þá er það bara video við þetta allt og þá kveð ég.
Kv.
-Kári.
P.S. emo/goth/artsy/punk er alveg possible sem stíll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.1.2008 | 09:10
þetta eða þetta?
þetta er óbærilegt, þetta eru allt góðar græjur, en hver græja gefur mismunandi lýsingu á stíl mínum.
Gibson SG Menace segir:"Ég er nokkurnveginn viss um að ég vilji spila metal, en ég vill fara út í eitthvað meira mellow, eða með öðrum orðum, ég er hörð manneskja en ég er innst inni mjög viðkvæm manneskja"
Gibson Les Paul Double Cut segir:"Ég er ágætur gítarleikari en ég þyrfti að bæta mig, sumir segja að ég hlusti of mikið á Sex Pistols, en mér er sama, þetta er bara ein hljómsveit, það eru líka The Clash, The Ramones, Green Day o.fl."
að lokum er það Fender Jazz Bass, ég ætla að láta ykkur vita að hitt eru gítarar, þetta er bassi, mig vantar bæði gítar og bassa, en ég verð að velja eitt þeirra, en hann segir:"ég er funky manneskja, ég er góður bassaleikari en fólk lítur á mig sem reiðan heimskingja, mér er nokkuð sama, ég bara lem það seinna"
jæja, ég er búinn með efni og verð að fara.
bæmms.
Kv.
- Kári
Ætla að Kynna ykkur fyrir nýrri góðri hljómsveit.
Moonspell - Nocturna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2008 | 03:09
rúm, loksins!
ég er ótrúlega feginn að vera loksins kominn upp í rúm eftri erfiðan dag.
ég var vakinn með látum kl 11 í morgun og ég náði með naumindum að komast á klósettið og fá mér að borða, síðan var bara þrifið og þrifið í allan dag, hlutur sem að ég er ekki góður í, en núna er mamma komin í gamla herbergið hennar Jóhönnu og herbergið hennar mömmu orðið að vinnuherbergi, ég er búinn að breyta aðeins í mínu herbergi og er búinn að færa tölvuna alveg að rúminu og það er, ég trúi ekki að ég sé að nota þetta orð, yndilegt :)
ég er kominn með eitt markmið að hlut sem að ég ætla að kaupa mér: Gibson SG Menace
hér er myndin: http://www.music123.com/item/expandedimage.aspx?t=5&img=Gibson/633165962632682809.jpg
hér er tengill fyrir fleiri sem að langar í svona eða vilja fá specs: http://www.music123.com/Gibson-SG-Menace-517378-i1149347.Music123
... æði ekki satt? (;o)
jæja, ég verð að fara að fara að sofa bráðum, var nú vakinn kl 11, UM MORGUN, það er reyndar verra á virkum dögum, þá þarf ég að vakna kl 7 um hánótt :P
jæja, ég verð að fara.
k.v.
- Kári
video
Metallica að gera rugl auglýsingar fyrir útvarpsstöð, hlustið á endann, ég meig næstum í mig af hlátri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2008 | 22:11
dagurins ís dags
ég fór í dag að hitta Odd, Ingvar, Arnór og Bjarka Már. það var gaman.
síðan fór oddur og við fórum að sprengja restina af flugeldunum okkar ( mínum :P )
eftir það fór BMI og Arnór þurfti að fara, við Ingvar fórum þá út i sjoppu og við hittum bara mestu dóna sem að við höfum hitt. ég var bara í símanum, tala við mömmu um kort sem að ég týndi, og einhver dude kom og byrjaði að áreita mig, spyrja við hvern ég var að tala, snerta á mér hárið og þegar að ég lagði á snerti hann hárið á mér aftur og ég lamdi hendina í burt og ég sagði honum að drulla sér burt. þetta er gaur sem að er vist 3 árum eldri en ég. hinir fóru að hlæja, siðan komu hinir og tóku ýlurnar hans Ingvars, og þá vorum við orðnir dálítið pirraðir. næst kom þessi dökkhærði gaur með gleraugu, köllum hann rassgat, hann kom og byrjaði að ögra okkur með því að tala um hversu miklir "gaurar" við vorum. við töluðum á móti, síðan fórum við að ná í matinn sem að Ingvar hafði pantað, þá var gaurinn kominn í sætið sem að ég hafði sest í, hann byrjaði aftur að ögra okkur, og síðan hitti ég á veikan blett þegar að ég sagði:" heyrðu, viltu ekki bara hætta þessu, fara út og plögga á þér rassgatið" þá fór hann í varnarstöðu og tók ýluprik og braut það hélt því uppi þannig að ég sæji það, munið líka að þessi gaur er á 2. ári í menntaskóla:"myndirðu segja þetta ef að ég myndi troða þessu upp í pissugatið á þér?" staðfestir að hann sé hommafaggi, ég:"já ég myndi æpa líka hommafaggi er að snerta á mér typpið" hann verður rauður í framan, tekur fleiri spýtur og:" en núna, ha?" ég:"já" síðan tók hann allar spýturnar og:" myndirðu gera það núna, það myndi fara að blæða og stöff?" ég:" já, ég myndi meira að segja æpa á lögguna þannig að þú myndir enda uppi á Hrauni með alla drjólana í pissugatinu á þér þangað til að þú missir það" þá fórum við burt og þegar að við vorum komnir að Krónunni heyrði ég eitt það mest pathetic æp á mig sem að ég hef heyrt, þetta var svo pathetic að ég vill ekki segja ykkur hérna.
síðan kom Arnór og við fórum heim til mín og fórum í Chuck Norris Ninja massacre leikinn og skoruðum 500 síðan fóru þeir heim.
Ekkert fleira að skrifa um.
K.v.
- Kári
P.s. 500 er hátt skor.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"þetta var mjög mikið satt í þessu.
lífið er ekkert alltaf skemmtilegt.
lífið er engan vegin létt.
og lífið getur verið versta martröð sumra mannekja.
en það getur orðið betra, einn daginn. það gerðist fyrir mig, þegar að ég var 13 ára, þá þekkti enginn mig, þú kannaðist kanski aðeins við mig, lést mig bara vera. ég gekk um gangana og hugsaði með sjálfum mér:"hvað gerði ég rangt? ég hef ekki gert flugu mein, ég er frekar þroskaður, hversvegna líkar engum við mig?"
einn daginn í skólanum þá var ég á botninum, og þá á ég við á botninum; ég ætlaði að fara á djammið með einum dópista um kvöldið sem að ég þekkti þá, ég ætlaði mér að drekka, dópa og skemma mig, ekki mæta í skólann alla vikuna og drepa mig við enda vikunnar. þá gerðist svolítið sem að ég bjóst alldrei við: ég var bara að hanga með Tomma, hann basically notaði mig, fékk lánaða leiki, myndir og skilaði því alldrei, og hann fór með mér að hitta fólk, sem að ég hafði alldrei vogað mér að tala við, þar voru á meðal Oddur, Eva, Ingvar, Ólöf, Rósanna o.fl. og ég kynntist þeim, og ég hætti við að drepa mig að minnsta kosti, dópið var á dagskrá samt, daginn eftir þá kynntist ég Þér og Arnóri betur, og í fyrsta sinn í svona 6-7 ár, þá fann ég til öryggis, mundu að ég var 13 ára, of þungur gleraugnaglámur sem að hafði verið lagður í einelti frá byrjun skólagöngu. og síðan þá hefur mig ekki langað til þess að taka mitt eigið líf eða dópa, reyndar kanski einusinni í Amsterdam með Ingvari o.fl. á þessari plönuðu evrópuferð. allt þetta gerðist eins og fyrir kraftaverk, ég er ekki að reyna að blanda kristni í þetta, eða einhverri trú, en þetta bara gerðist, og ég var ekki lengur lagður í einelti, ég þorði að segja eitthvað á móti ef að einhver sagði eitthvað við mig, og ég fékk smá sjálfstraust.
hugsaðu út í söguna mína og sjáðu hvernig lífið getur verið æðisleg sæluvíma, sem að stundum hefur sín stopp og botna, en þá grefurðu þig upp, þú gætir orðið fyrir höfnun,og það sökkar en þá kemur eitthvað nýtt í staðinn, eitthvað miklu betra en það sem að þú sóttist eftir.
ég er búinn að segja þér sögu mína og hvet aðra til þess að taka hana sem dæmi.´
þinn vinur."
þetta eru skilaboð til allra.
- Kári