12.8.2007 | 02:06
tók próf
ákvað að bæta við hans Odds
og hennar Rakelar, þar sem að hún á ekki blogg
K.v.
-Kári
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2007 | 00:51
heppinn skítur
jæja, var neiddur út í það að blogga aftur.
í dag var vaknað eins og venjulega, ég gerði nyjann gaur í WoW, Dranei shaman, komst upp í lvl 5 á 7 minutum, síðan fór ég yfir til Odds og við hóuðum í Eirík og við spiluðum hið vikulega spil: Gúrku.
Ef þið vitið ekki hvernig Gúrka gengur skal ég útskýra:
fyrst byrja allir með 7 spil, 2 er lægstur, ás er næsthæstur 14 stig og 7 hæst sem er 50 stig, og ef maður endar með 21 stig eða hærra, þá tapar maður og allir byrja með 7 spil, og sá sem gaf má ákveða hversu mörgum á að skipta, eitt, tvö, þrjú eða ekkert spil og síðan leggur hann eitthvað spil út, eða tvennu eða þrennu og allir eiga að jafna eða hækka með einu, tveimur eða þremur spilum annars verður maður að leggja út 1,2 eða 3 lægstu spilin sín. og þannig gengur það, og eftir einn leik þá eru gefin ný spil nema einu lægra og í lokin er gefið eitt, ef þeir sem eftir eru tapa ekki þá skal gefa einu hærra upp í sjö o.s.fr.
oki búinn að útskýra megnið af Gúrku.
en að fleiri málum:
ég er búinn að ákveða að eyða mestu af fjárafli mínu í skjákort, hér er tengill http://tolvulistinn.is/vara/313 og ég er staðráðinn í að byggja ofurtölvu, sama hvað múgurinn ( vinir mínir ) segir, þetta er þolinmæðisverk og þess virði og verst að ég hef næstum enga þolinmæði þegar að peningum kemur og ég hef lítinn metnað ( fyrir eigin hlutum )
síðan er bassakaupum frestað en ég fæ mér bassa fljótlega.
síðan var ég að heyra sögu frá oddi um gaur sem var að fara í starfsviðtal í World Trade Center 11. september. hann var í umferð um morguninn og ákvað að fá sér burrito á leiðinni, voða svangur náttúrulega. Síðan á leiðinni fékk hann voðalega magakveisu og varð að komast á klósett en skeit óvart í buxurnar og varð að fresta viðtalinu. sama dag féllu turnarnir eins og flestir vita og hann fékk náttúrulega ekki starfið.
annaðhvort voru þetta örlögin og hann á seinna að bjarga heiminum á einhvern hátt eða þetta var bara sönn heppni. ég trúi frekar á heppnina.
ekkert fleira að blogga um nema að ég er að hugsa um að skipta um bekk þegar ég byrja aftur í skólanum.
K.v
-Kári
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2007 | 02:24
14 ára
í dag ( gær ), s.s. 5. ágúst var vaknað, farið til odds, farið í Jóruselið og ég hitti Álf í fyrsta sinn í langan tíma. það var fínt.
síðan fór ég í vinnuna og þetta var laaaangur dagur, þótt ég var bara að vinna 4 tíma, en síðan kom mamma Rakelar og Berta systir hennar og Alex, frænka Rakelar, sem er jafngömul okkur "vinagenginu" og hún eitthvað spurði hvort ég hefði ekki ábyggilega e-mailið hennar. ég svaraði játandi, síðan kvöddumst við, því að hún er að fara aftur til Bandaríkjanna :( .
síðan fór ég til Odds eftir vinnu og síðan kom Bjarki og við nauðuðum í Jóhanni að skutla okkur niður í Skalla, og síðan gerði hann það og við hittum Rakel þar sem að hún var að vinna og við eitthvað keyptum okkur eitthvað að drekka of fl., síðan kom mamma Rakelar um 12 og við fengum allir far og ég komst að því að Alex myndi sakna mín vegna þess að ég var einn af þeim fáu sem vildi tala um tónlist við hana, þannig að ég ætla að reyna að vera duglegur að senda henni bréf og f.l :D .
Síðan kom ég heim og var allt í einu 14 ára, þá helltist þetta allt yfir mig, grátt hár, hrukkur, gigt og allt sem mun hrjá mig um þrítugsaldur. og það fyrsta sem ég gerði var að hlaupa í tölvuna og fara á www.hugi.is/kynlif og fagna rosalega. síðan vill ég benda á að ég er lögríða ;)
ohh, síðan gleymdi ég næstum einu.
Þegar ég, Oddur og Bjarki vorum að bíða fyrir utan Skalla:
þetta voru stærstu mistök mín hingað til.
við vorum bara að bíða og einhverjar stelpur gengu út úr Skalla og spyrja mig hvort ég eigi sígarettur ( ég er í jakka sem angar af reyk ), ég segi að ég sé búinn með þær ( reyni að vera "cool" ), og síðan spyrja þær hvað ég sé gamall ( þær eru á aldur við mig ) ég svara: " 13" ooohh, ég hefði átt svo mikinn séns: "ertu '94 model eða?" "nei, ég '93, verð 14 á morgun" "ó, oh, til hamingju með það, hey við erum að fara í party hérna nálægt, ok." þá hefði ég átt að elta, en í staðinn beið ég bara og þær fóru, þetta var bara dæmigert, fyrsti sénsinn, hvað er ég að bulla, fyrstu TVEIR sénsarnir og ég klúðra, reyndar ef ég hefði elt þá hefði ég þurft að reykja, sem er vibbi og ógeðslegt.
en núna er ég búinn með allt efni nema að ég er að fara að fá mér Fender Jazz Bass Highway One, rauðann, ætla mér að verða bassaleikari einn daginn.
k.v
Kári
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
jæja, ég er hér að blogga á sunnudagsmorgni.
ég ætla að reyna að forðast það að nota t orð þar sem a ðhnappurinn er bilaður.
á morgun verð ég 14 ára og það er gleðidagur fyrir alla, sérstaklega mig, þar sem að ég verð lögríða og ég má fara inná hugi.is/kynlif :D:D:D:D
en í dag vaknaði ég um 1 eins og vanalega og enginn var í húsinu, pabbi Addi og Anna höfðu farið út eitthvað og ég bara rölti um og fór í tölvuna o.s.fr. síðan kom fólkið heim og ég fór í vinnuna, þar var lítið að gera, ég seldi fyrir 27.540 kr í cash, og kom út í 5 kalla mínus, s.s. að það vantaði 5 kr, það slapp í gegn.
síðan komu oddur og arnór strax og ég var búinn að vinna og við sóttum bjarka og fórum að rölta í Elliðarárdalinn til þess að fara í skalla að hitta Rakel.
Þangað er komið og Rakel himinlifandi að sjá okkur, við ( ég ) kaupum okkur eitthvað, það kostaði ríflegar 770 krónur og ég lánaði ( þeir stálu ) strákunum pening.
síðan vorum við að bíða eftir rakeli, en heirðu: koma ekki einhverir hnakkar og byrja að hanga um okkur, mesti pirringur í heimi, reyna að þröngva okkur í símtöl sín og eitthvað, og þeir vilja ekki fara, þannig að við förum ( án Rakelar ) og bíðum við árbæjarskóla, síðan förum við aftur að sjoppuni og síðan æpir Bjarki eitthvað og Arnór byrjar að hlaupa, ég hleyp líka og oddur með, síðan sé ég bjarka í hláturskasti bakvið okkur og ég og oddur og arnór ráðumst á hann með möl og fleira, síðan förum við að ganga að sjoppunni aftur og rakel hringir í odd, og ég hleyp á undan og Rakel er geðveikt pissed yfir að við fórum án þess að láta vita og hún skammaði okkur rækilega.
síðan kom mamma hennar og oddur þurfti að liggja yfir okkur og passa að ekkert sæist í hann, við vorum 6 í bílnum og Kiddy ( mamma Rakelar) skutlar okkur öllum heim, það gekk vel og enginn varð leiður.
voða lítið að blogga um núna, nema að ég er að reyna að komast í hljómsveit með frænda hans Ingvars sem Bassaleikari eða gítarleikari.
Kv.
Kári
Hér er video: http://youtube.com/watch?v=2mBmD2dvWU8
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2007 | 01:11
Searchiiiiiiinnn: seek and destroy
Hallo, jag heter Kári och jag pråttar svenska.
Jamm, eins og þið sáuð tala ég sænsku og er kominn aftur á bloggið :D:D:D:D:D
Ástæðan fyrir misseri ykkar á mér er ekki ein, þær eru margar, t.d. Hugi.is, gítarspil, músikhlustun, vinahöngun, búa til nafnorð og fleira í þeim dúr.
en þar sem ég nenni ekki að vera að rifja allt upp sem hefur gerst í fríinu þá kem ég með það helsta:
-----------------------------------------------------------------------------------------------------
Rakel fékk starfið í Skalla og stendur sig bara asskoti vel
Rakel fór út á land, og búin að vera í burtu í næstum tvær vikur, kemur reyndar aftur á fimmtudag
Oddur er sorgmæddur yfir að Rakel fór og er ábyggilega að telja niður klukkustundirnar þar til að hún kemur aftur.
Ég, Oddur og Bjarki fórum í nexus 20. og keyptum HP 7
Ég er búinn að fara í bíó yfir 4 sinnum í sumar.
Ég keypti mér mína fyrstu Metallica plötu: Kill 'em All
Violent Thoughts er no more
Ég er byrjaður að safna fyrir gítar eða bassa.
Oddur er orðinn snyrtipinni
Ég hef ekki farið í Júdó í sumar og ætla mér ekki að fara í Júdó í vetur
-----------------------------------------------------------------------------------------------------
ok, nú er mestallt komið á hreint, þannig að hafi einhver eitthvað að segja við mig um mína siði og ósiði, má hann koma alla leið að mér einn og óvarinn bakvið Krónuna og við skulum "tala" saman
K.v.
Kári
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.6.2007 | 12:31
PRÓFIN ERU BÚIN!!!
jæja, ég ætlaði að blogga í gær en það var allt of lítill tími þannig að ég ætla að skella þessu bloggi inná núna árla morguns.
í gær byrjaði dagurin eins og venjulega, vakna um 7:40, greiða sér, koma vökva í kerfið, éta eitthvað kex, bursta tennurnar, fara út í skóla, hlaupa inn og klæða mig, far í skólann og taka síðasta prófið, og BTW: PRÓFIN ERU BÚIN, WOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO!!
afsakið þetta
en þá fór maður bara og skilaði lyklinum af skápnum sínum, fékk þúsundkall og síðan fórum ég, Oddur og Rakel, fundum Bjarka Þ., Bjarka Már, Arnór og Einar og vorum eitthvað að dóla okkur, fundum síðan Simma og við vorum eitthvað á Planinu hans að leika okkur.
síðan þurfti Rakel að fara í starfsviðtsal í sjoppu í Árbænum sem heitir Skalli, býst við að fólk hafi heyrt um hann stað. Anyways þá fórum ég, Oddur, Einar og Rakel um Elliðaárdalinn í hálftíma og töluðum um hitt og þetta, og síðan komum við loksins á staðinn og Rakel vildi ekki að við kæmum inn á meðan viðtalinu stæði þannig að við Oddur og Einar fórum bara í skátaheimilið og hvíldum okkur ( þetta var mjög löng ganga ) síðan sáum við einhverjar tvær konur að stela póstvagni og fundum við Rakel og fórum í Bónus, og þar gerðist margt:
Í Bónus:
Þegar að við nálguðumst Bónus þá sáum við að staðurinn var umkringdur gömlu fólki að reyna að selja penna og einhvern gamlan mann að spila á harmonikku, ekkert á móti því. Síðan fórum við inn og vorum eitthvað að ganga um, Einar fór í sína átt, ég í mína og Rakel og Oddur saman í sína átt. eftir dálitla stund þá fórum við að kössunum, ég var með Pepsi Max, Rakel og Oddur með kex, rándýrt og Einar og ég saman með nammipoka, sem kostaði 600 kall, ok, allt gekk vel með viðskiptin en þegar að við vorum að ganga út kom einhver maður og biður okkur öll um að sýna sér hvað við höfum í vösunum, við hikuðum öll og Rakel orðin skíthrædd, hann byður okkur aftur, ég opna jakkan og sýni honum allt, hann gengur til Einars og spyr hvað hann sé með í buxnavasanum, hann sýnir og síðan spyr ég: " bíddu, ertu að reyna að saka okkur um þjófnað?" hann svarar: "ja, þið voruð þarna inni eitthvað að dreyfa ykkur" ég svaraði: "sko, sem starfsmaður í verslun sjálfur er ég ekki það heimskur að ræna búð." og síðan gekk hann burt og við forðuðum okkur út á meðan hugsaði ég hversvegna hann hefði ekki verið í starfsmannabúning eða neinu merktu Bónus og hversvegna hann hefði gert þessa allgjörlega tilgangslausa, ramdom og kanski ólöglega leit á okkur, bara vegna þess að við fórum inn og vorum yngri en allir aðrir þarna, ég er að hugsa hvort ég ætti að kvarta, eða lögsækja, það verður fínt þar sem að ég er starfsmaður Kaupáss, versta óvini Baugs. En kanski var þetta gert vegna þess að þeir hafa merkt alla starfsmenn Kaupás í einhverju database sem hættulega. En mest af öllu finnst mér þetta skrítið.
síðan fórum við út og átum þar nammið og kexið og vorum ung og fleira, gengum heim, ræddum um ýmsa hluti ( kynlíf, og einungis það ) og komum heim í Seljahverfið um það bil klukkan hálf sjö. Þá fórum við og leigðum mynd, keyptum gos og snakk og skiluðum því heim til Einars og kl. 8 fórum við að horfa á Stranger Than Fiction með Arnóri og Bjarka sem komu seinna, rétt fyrir myndina.
Síðan horfðum við á House, þvílíkur bömmer maður, getur ekki einusinni læknað einn gaur, djis maður.
en þá er bloggi mínu lokið hér í dag, ekkert til þess að blogga um daginn í dag, helvítis veðrið frestaði bæjarferðinni okkar krakkana, en það verður gert seinna.
K.v.
Kári
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.5.2007 | 23:23
TODAY
jæja þá er maður byrjaður að blogga aftur!
í dag var enskuprófið og það var öðruvísi fyrir mig og þrjár aðrar manneskjur en aðra vegna þess að við tókum 9. bekkjapróf, það var rosa skrítið, þurfti að semja 100 orða sögu, mín var 102 orð.
en nóg um það. eftir prófið fór ég til Odds og Einar var þar líka, við chilluðum eitthvað og síðan kom Rakel. Þá var lært fyrir líffræðiprófið og reynt að skoða matseðilinn fyrir mötuneytið.
Síðan fór Einar, þurfti að gera eitthvað fyrir eitthvað skátamót. Þá hættum við eiginlega að læra, Rakel og Oddur fóru eitthvað að leika sér með bolta og síðan var farið í herbergi Odds og skoðað áhugamálið /kynlíf á www.hugi.is og allir skemmtu sér við það.
síðan þurfti ég að fara að hitta splunkunýju frænku mína í fyrsta sinn, þetta var mesta krútt í heiminum með minnstu fingur sem ég hef séð, maður varð alveg mooshy .
Síðan fórum við heim og tókum á móti gestum, ó ég gleymdi að bæta við að bróðir minn á afmæli í dag, og það var gaman, afi gaf honum fyrstu seríu af Family Guy, rosa gaman að því.
síaðn þegar pabbi var að fara bað ég hann um að kíkja á tölvuna mína, hún er basically búin að henda mér út, og viti menn: hann náði að opna safe mode! en því miður þegar ég og móðir mín ætluðum að faraað reyna að setja upp netið virkaði það ekki .
en núna rétt áðan var ég hjá Oddi og hann tók á móti mér ber að neðan og bauð mér síðan kók, mjög villandi, ég grátbað hann um að fara inná /kynlif en hann sagði að ég yrði að bíða þangað til í ágúst *hóst*helvítis melurinn*hóst* .
en þá er ég búinn að setja þennan dag inná, en núna kemur bara um mig:
ég er orðinn ástfanginn!
það er ekki mennskt fyrirbæri, ónei, það heitir Ibanez RG370DXGP2 og er gítar.
hann er á www.shopusa.is og ég get fengið hann á um 450 $ eða um 46.735 kall og þetta er fallegasti gítar í heiminum, hér kemur mynd
Hafið þið séð eitthvað jafn fallegt? hélt ekki!
En síðan var ég að róta um á netinu og fann þessa mynd af Oddi, hún er tekin 25. desember og sett inná huga.
hafið þið séð einhvern jafnskrítinn? held það!
en núna er ég búinn
kv.
Kári
P.S. það má láta Arnór, Bjarka, Bjarka Már og Einar hafa kóðann af síðunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2007 | 21:38
blogg no. 1
Ég er orðinn þreyttur á að þurfa að kynna mig þar sem að ég á yfir 10 bloggsíður.
Í dag var farið í íslenskuprófið sjálft, þetta átti víst að vera erfiðasta prófið en það var frekar auðvelt, og Helga íslenskukennari var að tala um að ao., fs. og st. væri rosalega erfitt og mikill partur af prófinu, það kom bara svona tvisvar upp á prófinu.
en eftir prófið elti ég Odd og Rakel heim, aumingja Rakel þurfti fyrst að taka til í garðinum þannig að við Oddur fórum heim til hans, töluðum um Star Wars, greinarnar um alla karakterana sem hann skrifaði um á www.hugi.is/scifi og einhverja samkynhneigða flamingóa ( ekki spyrja ) .
Síðan kom mikill hluti af crewinu; Arnór, Bjarki og Rakel. There was much rejoicing: yay!
Þá fórum við út og fundum Bjarka Már fórum út í Toppís ( Rakel og Oddur eru "sjoppuhangandi gengi" þau vilja ekki viðurkenna það ) og átum öll ís... ég var eini sem fékk mér ís en hinir fengu sér sjeik, Rakel fékk sér miðstærð ólíkt hinum því hún hafði lært mikilvæga lexíu frá mér nokkrum dögum áður: það er 0.1 l. meira af í í stærsta en í miðstærð, og það er jafnmikið í miðstærð og það ætti að vera í stærsta, það er ekki alveg fyllt stærsta, en miðstærðin er alveg fyllt.
Anyways... þá var haldið í kirkjuna; ég átti eftir að ná í "hremmingarmyndina" s.s. fermingarmyndina og síðan fórum við heim til mín, massa gott þar, síðan kom meiri sól og við fórum öll niður í Allt Í Einu, fengum okkur að borða og fórum síðan að dóla okkur rétt hjá skíðabrekku og massa gaman allt það, síðan fórum við upp/til hliðar/niður/áfram til Jórusels og þar vorum við í dálítinn tíma, allir klæmdust smá og fífluðust, liggja í sólbaði, heck ég fékk meira að segja smá lit .
En síðan fór líða á kvöldið og við höfðum þá verið úti frá 9 til 7. Síðan eins og vanalega eru langar kveðjustundir, þá vorum við þrjú; Rakel, Oddur og ég og þá var talað um það vanalega ( no way, hozé, u ain't knowin ) og síðan skildi ég þau eftir og ráfaði þessa 150 metra heim.
þá er maður ekkert búinn að vera nema að spila á gítar og skoða þetta hérna http://www.youtube.com/watch?v=js_6ZoOkjJ0 Oddlerinn var nógu hýr ( glaður, ég nota þetta orð oft ) til þess að sýna mér þetta og maður hló sig náttúrulega í hel, alltaf þessir hommabrandarar um Fróða ( ), karlmannlegri veru finnurðu ekki ( ).
En þá er ég búinn að þurrmjólka daginn í dag: BTW ég fæ oft ritstíflu með blogg þannig að þið verðið að minna mig á að blogga, ég vill ekki að þetta endi eins og fyrsta síðan mín, og ég ætla að reyna að byrja hana aftur og finn ekkert aftur til þess að skrifa um, hér er hún http://www.folk.is/scoter/ hræðileiki alheimsins.
bæ og munið; "sjálfsfróun er sjálfsagður hlutur í sjálfu sér."
P.S. ef einhver stelur þessu ét ég á honum alla líkamspartana, einn í einu og læt hann horfa á.
kv.
Kári "Hözzlari alheimsins" Jónsson
ég er hjartanlega sammála þessari mynd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)