blogg no. 1

Jæja það er bara fyrsta bloggið, yey!!

Ég er orðinn þreyttur á að þurfa að kynna mig þar sem að ég á yfir 10 bloggsíður.

Í dag var farið í íslenskuprófið sjálft, þetta átti víst að vera erfiðasta prófið en það var frekar auðvelt, og Helga íslenskukennari var að tala um að ao., fs. og st. væri rosalega erfitt og mikill partur af prófinu, það kom bara svona tvisvar upp á prófinu.

en eftir prófið elti ég Odd og Rakel heim, aumingja Rakel þurfti fyrst að taka til í garðinum þannig að við Oddur fórum heim til hans, töluðum um Star Wars, greinarnar um alla karakterana sem hann skrifaði um á www.hugi.is/scifi og einhverja samkynhneigða flamingóa ( ekki spyrja ) Alien Cool  .

Síðan kom mikill hluti af crewinu; Arnór, Bjarki og Rakel. There was much rejoicing: yay!

Þá fórum við út og fundum Bjarka Már fórum út í Toppís ( Rakel og Oddur eru "sjoppuhangandi gengi" þau vilja ekki viðurkenna það Tounge ) og átum öll ís... ég var eini sem fékk mér ís en hinir fengu sér sjeik, Rakel fékk sér miðstærð ólíkt hinum því hún hafði lært mikilvæga lexíu frá mér nokkrum dögum áður: það er 0.1 l. meira af í í stærsta en í miðstærð, og það er jafnmikið í miðstærð og það ætti að vera í stærsta, það er ekki alveg fyllt stærsta, en miðstærðin er alveg fyllt.

Anyways... þá var haldið í kirkjuna; ég átti eftir að ná í "hremmingarmyndina" s.s. fermingarmyndina og síðan fórum við heim til mín, massa gott þar, síðan kom meiri sól og við fórum öll niður í Allt Í Einu, fengum okkur að borða og fórum síðan að dóla okkur rétt hjá skíðabrekku og massa gaman allt það, síðan fórum við upp/til hliðar/niður/áfram til Jórusels og þar vorum við í dálítinn tíma, allir klæmdust smá og fífluðust, liggja í sólbaði, heck ég fékk meira að segja smá lit  Grin .

En síðan fór líða á kvöldið og við höfðum þá verið úti frá 9 til 7. Síðan eins og vanalega eru langar kveðjustundir, þá vorum við þrjú; Rakel, Oddur og ég og þá var talað um það vanalega ( no way, hozé, u ain't knowin ) og síðan skildi ég þau eftir og ráfaði þessa 150 metra heim.

þá er maður ekkert búinn að vera nema að spila á gítar og skoða þetta hérna http://www.youtube.com/watch?v=js_6ZoOkjJ0 Oddlerinn var nógu hýr ( glaður, ég nota þetta orð oft ) til þess að sýna mér þetta og maður hló sig náttúrulega í hel, alltaf þessir hommabrandarar um Fróða Gasp  ( Devil Tounge  ), karlmannlegri veru finnurðu ekki (LoL ).

En þá er ég búinn að þurrmjólka daginn í dag: BTW ég fæ oft ritstíflu með blogg þannig að þið verðið að minna mig á að blogga, ég vill ekki að þetta endi eins og fyrsta síðan mín, og ég ætla að reyna að byrja hana aftur og finn ekkert aftur til þess að skrifa um, hér er hún http://www.folk.is/scoter/ hræðileiki alheimsins.

bæ og munið; "sjálfsfróun er sjálfsagður hlutur í sjálfu sér."

P.S. ef einhver stelur þessu ét ég á honum alla líkamspartana, einn í einu og læt hann horfa á.

kv.

Kári "Hözzlari alheimsins" Jónsson

one_does_not_simply_rock_into_mordor

ég er hjartanlega sammála þessari mynd

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott byrjunar blogg. Djöfulli ferðu fínt í að lýsa hlutunum af djöfulli miklri nákvæmni. Ég finn lykt af ritstíflu á næstu grösum...Haha, nei maður, gangi þér vel með þetta blogg, því að alveg eins og að bænin er andardráttur trúarinnar, eru bloggfærslurnar andardráttur bloggsins.

                            Munt þú geta látið bloggið anda?

                                                  Oddur.

Oddur Ævar Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 22:12

2 Smámynd: Kári Alexander Jónsson

ég mun gera meira en það, ég mun láta það virka! ef ég dey þá tek ég allt internetið með mér.

Kári Alexander Jónsson, 29.5.2007 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband