TODAY

jæja þá er maður byrjaður að blogga aftur!

í dag var enskuprófið og það var öðruvísi fyrir mig og þrjár aðrar manneskjur en aðra vegna þess að við tókum 9. bekkjapróf, það var rosa skrítið, þurfti að semja 100 orða sögu, mín var 102 orð.

en nóg um það. eftir prófið fór ég til Odds og Einar var þar líka, við chilluðum eitthvað og síðan kom Rakel. Þá var lært fyrir líffræðiprófið og reynt að skoða matseðilinn fyrir mötuneytið.

Síðan fór Einar, þurfti að gera eitthvað fyrir eitthvað skátamót. Þá hættum við eiginlega að læra, Rakel og Oddur fóru eitthvað að leika sér með bolta og síðan var farið í herbergi Odds og skoðað áhugamálið /kynlíf á www.hugi.is og allir skemmtu sér við það.

síðan þurfti ég að fara að hitta splunkunýju frænku mína í fyrsta sinn, þetta var mesta krútt í heiminum með minnstu fingur sem ég hef séð, maður varð alveg mooshy Joyful .

Síðan fórum við heim og tókum á móti gestum, ó ég gleymdi að bæta við að bróðir minn á afmæli í dag, og það var gaman, afi gaf honum fyrstu seríu af Family Guy, rosa gaman að því.

síaðn þegar pabbi var að fara bað ég hann um að kíkja á tölvuna mína, hún er basically búin að henda mér út, og viti menn: hann náði að opna safe mode! en því miður þegar ég og móðir mín ætluðum að faraað reyna að setja upp netið virkaði það ekki Frown .

en núna rétt áðan var ég hjá Oddi og hann tók á móti mér ber að neðan og bauð mér síðan kók, mjög villandi, ég grátbað hann um að fara inná /kynlif en hann sagði að ég yrði að bíða þangað til í ágúst *hóst*helvítis melurinn*hóst* DevilPinch .

en þá er ég búinn að setja þennan dag inná, en núna kemur bara um mig:

ég er orðinn ástfanginn! InLove

það er ekki mennskt fyrirbæri, ónei, það heitir Ibanez RG370DXGP2 og er gítar.

hann er á www.shopusa.is og ég get fengið hann á um 450 $ eða um 46.735 kall og þetta er fallegasti gítar í heiminum, hér kemur mynd

draumagitarinn

Hafið þið séð eitthvað jafn fallegt? hélt ekki!


En síðan var ég að róta um á netinu og fann þessa mynd af Oddi, hún er tekin 25. desember og sett inná huga.

egeradmissamig

hafið þið séð einhvern jafnskrítinn? held það!

en núna er ég búinn

kv.
                                       Kári

P.S. það má láta Arnór, Bjarka, Bjarka Már og Einar hafa kóðann af síðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott blogg, hryllingur í endann og nei ég mun ekki gera Arnóri, Bjarka, Bjarka M. og Einari það að láta þá vita af bloggsíðunni þinni. Nei ég segji bara svona hehe. Seriously, taktu passwordið af síðunni, það mun drepa hana.

Oddur Ævar Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband