1.6.2007 | 12:31
PRÓFIN ERU BÚIN!!!
jæja, ég ætlaði að blogga í gær en það var allt of lítill tími þannig að ég ætla að skella þessu bloggi inná núna árla morguns.
í gær byrjaði dagurin eins og venjulega, vakna um 7:40, greiða sér, koma vökva í kerfið, éta eitthvað kex, bursta tennurnar, fara út í skóla, hlaupa inn og klæða mig, far í skólann og taka síðasta prófið, og BTW: PRÓFIN ERU BÚIN, WOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO!!
afsakið þetta
en þá fór maður bara og skilaði lyklinum af skápnum sínum, fékk þúsundkall og síðan fórum ég, Oddur og Rakel, fundum Bjarka Þ., Bjarka Már, Arnór og Einar og vorum eitthvað að dóla okkur, fundum síðan Simma og við vorum eitthvað á Planinu hans að leika okkur.
síðan þurfti Rakel að fara í starfsviðtsal í sjoppu í Árbænum sem heitir Skalli, býst við að fólk hafi heyrt um hann stað. Anyways þá fórum ég, Oddur, Einar og Rakel um Elliðaárdalinn í hálftíma og töluðum um hitt og þetta, og síðan komum við loksins á staðinn og Rakel vildi ekki að við kæmum inn á meðan viðtalinu stæði þannig að við Oddur og Einar fórum bara í skátaheimilið og hvíldum okkur ( þetta var mjög löng ganga ) síðan sáum við einhverjar tvær konur að stela póstvagni og fundum við Rakel og fórum í Bónus, og þar gerðist margt:
Í Bónus:
Þegar að við nálguðumst Bónus þá sáum við að staðurinn var umkringdur gömlu fólki að reyna að selja penna og einhvern gamlan mann að spila á harmonikku, ekkert á móti því. Síðan fórum við inn og vorum eitthvað að ganga um, Einar fór í sína átt, ég í mína og Rakel og Oddur saman í sína átt. eftir dálitla stund þá fórum við að kössunum, ég var með Pepsi Max, Rakel og Oddur með kex, rándýrt og Einar og ég saman með nammipoka, sem kostaði 600 kall, ok, allt gekk vel með viðskiptin en þegar að við vorum að ganga út kom einhver maður og biður okkur öll um að sýna sér hvað við höfum í vösunum, við hikuðum öll og Rakel orðin skíthrædd, hann byður okkur aftur, ég opna jakkan og sýni honum allt, hann gengur til Einars og spyr hvað hann sé með í buxnavasanum, hann sýnir og síðan spyr ég: " bíddu, ertu að reyna að saka okkur um þjófnað?" hann svarar: "ja, þið voruð þarna inni eitthvað að dreyfa ykkur" ég svaraði: "sko, sem starfsmaður í verslun sjálfur er ég ekki það heimskur að ræna búð." og síðan gekk hann burt og við forðuðum okkur út á meðan hugsaði ég hversvegna hann hefði ekki verið í starfsmannabúning eða neinu merktu Bónus og hversvegna hann hefði gert þessa allgjörlega tilgangslausa, ramdom og kanski ólöglega leit á okkur, bara vegna þess að við fórum inn og vorum yngri en allir aðrir þarna, ég er að hugsa hvort ég ætti að kvarta, eða lögsækja, það verður fínt þar sem að ég er starfsmaður Kaupáss, versta óvini Baugs. En kanski var þetta gert vegna þess að þeir hafa merkt alla starfsmenn Kaupás í einhverju database sem hættulega. En mest af öllu finnst mér þetta skrítið.
síðan fórum við út og átum þar nammið og kexið og vorum ung og fleira, gengum heim, ræddum um ýmsa hluti ( kynlíf, og einungis það ) og komum heim í Seljahverfið um það bil klukkan hálf sjö. Þá fórum við og leigðum mynd, keyptum gos og snakk og skiluðum því heim til Einars og kl. 8 fórum við að horfa á Stranger Than Fiction með Arnóri og Bjarka sem komu seinna, rétt fyrir myndina.
Síðan horfðum við á House, þvílíkur bömmer maður, getur ekki einusinni læknað einn gaur, djis maður.
en þá er bloggi mínu lokið hér í dag, ekkert til þess að blogga um daginn í dag, helvítis veðrið frestaði bæjarferðinni okkar krakkana, en það verður gert seinna.
K.v.
Kári
Athugasemdir
Mjög gott blogg, en það verður langdregið að lesa þessar svakalegu nákvæmu lýsingar hjá þér, að mínu mati, en hver bloggari hefur sinn stíl býst ég við..
Oddur Ævar Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 19:48
treystu mér, ég hef verið í blogginu síðan að ég var átta ára, ég veit hvað ég er að gera.
Kári (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.