14 ára

jæja, nú er ég kominn á miðjan aldur og er með middle-age-crisis.

í dag ( gær ), s.s. 5. ágúst var vaknað, farið til odds, farið í Jóruselið og ég hitti Álf í fyrsta sinn í langan tíma. það var fínt.

síðan fór ég í vinnuna og þetta var laaaangur dagur, þótt ég var bara að vinna 4 tíma, en síðan kom mamma Rakelar og Berta systir hennar og Alex, frænka Rakelar, sem er jafngömul okkur "vinagenginu" og hún eitthvað spurði hvort ég hefði ekki ábyggilega e-mailið hennar. ég svaraði játandi, síðan kvöddumst við, því að hún er að fara aftur til Bandaríkjanna :(  .

síðan fór ég til Odds eftir vinnu og síðan kom Bjarki og við nauðuðum í Jóhanni að skutla okkur niður í Skalla, og síðan gerði hann það og við hittum Rakel þar sem að hún var að vinna og við eitthvað keyptum okkur eitthvað að drekka of fl., síðan kom mamma Rakelar um 12 og við fengum allir far og ég komst að því að Alex myndi sakna mín vegna þess að ég var einn af þeim fáu sem vildi tala um tónlist við hana, þannig að ég ætla að reyna að vera duglegur að senda henni bréf og f.l :D .

Síðan kom ég heim og var allt í einu 14 ára, þá helltist þetta allt yfir mig, grátt hár, hrukkur, gigt og allt sem mun hrjá mig um þrítugsaldur. og það fyrsta sem ég gerði var að hlaupa í tölvuna og fara á www.hugi.is/kynlif og fagna rosalega. síðan vill ég benda á að ég er lögríða ;)

ohh, síðan gleymdi ég næstum einu.

Þegar ég, Oddur og Bjarki vorum að bíða fyrir utan Skalla:

þetta voru stærstu mistök mín hingað til.

við vorum bara að bíða og einhverjar stelpur gengu út úr Skalla og spyrja mig hvort ég eigi sígarettur ( ég er í jakka sem angar af reyk ), ég segi að ég sé búinn með þær ( reyni að vera "cool" ), og síðan spyrja þær hvað ég sé gamall ( þær eru á aldur við mig ) ég svara: " 13" ooohh, ég hefði átt svo mikinn séns: "ertu '94 model eða?" "nei, ég '93, verð 14 á morgun" "ó, oh, til hamingju með það, hey við erum að fara í party hérna nálægt, ok." þá hefði ég átt að elta, en í staðinn beið ég bara og þær fóru, þetta var bara dæmigert, fyrsti sénsinn, hvað er ég að bulla, fyrstu TVEIR sénsarnir og ég klúðra, reyndar ef ég hefði elt þá hefði ég þurft að reykja, sem er vibbi og ógeðslegt.

en núna er ég búinn með allt efni nema að ég er að fara að fá mér Fender Jazz Bass Highway One, rauðann, ætla mér að verða bassaleikari einn daginn.

k.v
                                                                           Kári


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband