heppinn skítur

jæja, var neiddur út í það að blogga aftur.

í dag var vaknað eins og venjulega, ég gerði nyjann gaur í WoW, Dranei shaman, komst upp í lvl 5 á 7 minutum, síðan fór ég yfir til Odds og við hóuðum í Eirík og við spiluðum hið vikulega spil: Gúrku.

Ef þið vitið ekki hvernig Gúrka gengur skal ég útskýra:

fyrst byrja allir með 7 spil, 2 er lægstur, ás er næsthæstur 14 stig og 7 hæst sem er 50 stig, og ef maður endar með 21 stig eða hærra, þá tapar maður og allir byrja með 7 spil, og sá sem gaf má ákveða hversu mörgum á að skipta, eitt, tvö, þrjú eða ekkert spil og síðan leggur hann eitthvað spil út, eða tvennu eða þrennu og allir eiga að jafna eða hækka með einu, tveimur eða þremur spilum annars verður maður að leggja út 1,2 eða 3 lægstu spilin sín. og þannig gengur það, og eftir einn leik þá eru gefin ný spil nema einu lægra og í lokin er gefið eitt, ef þeir sem eftir eru tapa ekki þá skal gefa einu hærra upp í sjö o.s.fr.

oki búinn að útskýra megnið af Gúrku.

en að fleiri málum:

ég er búinn að ákveða að eyða mestu af fjárafli mínu í skjákort, hér er tengill http://tolvulistinn.is/vara/313 og ég er staðráðinn í að byggja ofurtölvu, sama hvað múgurinn ( vinir mínir ) segir, þetta er þolinmæðisverk og þess virði og verst að ég hef næstum enga þolinmæði þegar að peningum kemur og ég hef lítinn metnað ( fyrir eigin hlutum )

síðan er bassakaupum frestað en ég fæ mér bassa fljótlega.

síðan var ég að heyra sögu frá oddi um gaur sem var að fara í starfsviðtal í World Trade Center 11. september. hann var í umferð um morguninn og ákvað að fá sér burrito á leiðinni, voða svangur náttúrulega. Síðan á leiðinni fékk hann voðalega magakveisu og varð að komast á klósett en skeit óvart í buxurnar og varð að fresta viðtalinu. sama dag féllu turnarnir eins og flestir vita og hann fékk náttúrulega ekki starfið.

annaðhvort voru þetta örlögin og hann á seinna að bjarga heiminum á einhvern hátt eða þetta var bara sönn heppni. ég trúi frekar á heppnina.

ekkert fleira að blogga um nema að ég er að hugsa um að skipta um bekk þegar ég byrja aftur í skólanum.

K.v

                                                                        -Kári
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband