bazzi

já ég er búinn að ákveða formlega hvað ég ætla að fara í í tónlistanáminu og það er bassi.

ég heyrði að það væru bara eitthvað um 5 bassaleikarar sem hefðu skráð sig :P þannig að ég ætla að læra á bassa og sjá til með aðra hluti.

síðan er ég að spá í að fá mér annan washburn bassa, og ef ég heppinn verð, þá fæ ég mér annan í taurus seríunni, en ég er samt að spá í að fá mér í force seríunni.

ég er núna gítarleikari í einhverri hljómsveit með Rakeli, Álfi og Hrefnu, ég er ennþá með efasemdir um tónlistina sem þau vilja spila en ég mun sjá til með það. þau vilja nefnilega spila svona "skrítna" tónlist sem ég hef aldrei heyrt um. ég mun reyna af öllum krafti að bíta ekki í hálsinn á yamaha-inum mínum.

ástæðan fyrir þessum efasemdum er að ég er heavy metalisti og ég hlusta á Metallica, Pantera, Manson, Tivium og Burzum, sem eru bestu metallarnir i heiminum fyrir mér.

nóg um tónlist.

ég hef lítið verið að gera upp á síðkastið en að vera á youtube og væla í Rakeli um að rispa ekki bassan minn. reyndar fór ég til Odds í gær og við vorum eitthvað í tölvunni, síðan komu Ingvar, Bjarki og Arnór og við fórum allir nema Oddur heim til Ingvars og þar var horft á 40-y ole virgin ( 40 year old virgin ) og fokkað í Oblivion. líka var farið í FEAR og stuff. síðan fór ég um kvöldið til Odds.
eftir það lauk kvöldinu.

já.... ehm... ekkert sérstaklega innihaldsríkt líf er það nokkuð? ef þú ert að leita að einhverju hasarbloggi þá ertu á vitlausum stað.

hér er video dagsins:

Metallica - Whiskey in The Jar

hver hefði trúað að þetta hefði verið írsk drykkjuvísa einusinni :P

búinn í dag.

K.v
                                                                   - Kári


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband