lít ég út fyrir að vera gamall?

ég hef verið að hugsa um undanfarið:lít ég út fyrir að vera eldri en ég er?
ég tek eftir hvernig fólk spyr mig um tóbak í verslununni og kallar mig herra og stuff sem ég er alls ekki að fatta.

jæja lætur mig hugsa um að verða gamall og deyja, ég er jú miðaldra, samkvæmt meðalaldri rokkstjarna :P

ég er aftur búinn að taka upp gítarinn og æfa mig og er að að læra sólóið við Walk eftir Pantera og er að reyna að lemja eitthvert lag eftir Queen í hausinn á mér.

anyhoo

ég er að spá í Jackson Kelly gítar núna, fyrri viku var það Dean gítar og viku þar áður Gibson Les Paul Junior Billie Joe Signature og viku þar áður Fender Telecaster og viku þar áður var það Ibanez RG tremolo og so on and so forth.

afsakið þetta, mikill gítarnörd vaknaði í mér :P

það hefur verið allt brjálað í skólanum eins og venjulega og allt gengið sinn vanagang, ég er settlaður í nýja bekkinn minn og sænskan er byrjuð fyrir alvöru. Talandi um að læra, ég var rétt áðan með Bjarka og Arnóri og við vorum eitthvað heima hjá Bjarka og pabbi hans spurði okkur: " Vitið þið hvernig maður segir kvensjúkdómalæknir á færeysku?" "nei" hljómuðum við, hann svaraði: " Kuntukafari" jæmms. þar hafið þið það krakkar, ef að ykkur vantar kvennsjúkdómalækni í Færeyjum þá vitið þið hvernig það er sagt.

en ég var að hanga með þeim og við fórum út eitthvað að ganga og þar var talað um allskonar *hentai* hluti og fleira ( þ.e. meira kynlíf ) og við náðum að fara tvo hringi í kringum sama staðinn í hverfinu í tveimur leiðum og við komumst að því að Seljahverfið er stærra en maður heldur, og miklu meira creepy á kvöldin.

ég hef lítið að segja frá núna, hef ekkert á móti heiminum í augnablikinu þannig að hér kemur video dagsins:

Megadeth - Skin O' My Teeth



k.v.
                                                                        -Kári

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, flott hjá þér maður en þú þurftir ekki endilega aðsegja þetta sem Pabbi sagði okkur, "KuntuKafari" eitt flottasta orð fyrir kvensjúkdómalækni. Hehe

kv. Bjarki

Bjarki (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband