mótára

jæja, veðrið er allt of leiðinlegt til þess að skjóta einhverju þannig að ég skelli einu inná fyrir skaupið.

áramótin eru að koma, yey, loksins er þetta tilgangslausa ár búið að líða, þetta ár er búið að vera með því merkingalausasta sem að ég veit um, það bara fauk hjá, ekkert búið að gerast, engu stríði hefur lokið og enn hafa ekki komið almennilegir tónleikar á Íslandi. reyndar hefur gerst svolítið merkilegur hlutur: ég eignaðist litla frænku :D .

en ef að þið hugsið út í það þá er þetta ár búið að vera versta ár 21. aldarinnar, ef að ég dæmi, þið verðið samt að muna að ég er 14 ára þannig að ekki taka öllu alvarlega eða bregðast of hart við.

þetta er búið að vera svo ömurlegt ár, ég get bara ekki lýst því, það var bara svo stutt. og veturinn kom alldrei, og jólin geymdust, já, geymdust hjá mér og mörgum sem að ég þekki og engum hlakkaði raunverulega til þeirra, ég og flestir vinir mínir urðum lögríða og síðan fór það og við verðum það aftur á næsta ári.

kanski er ég svona svartsýnn bara út af því að ég byrjaði að vinna þessa ömurlegu þrælavinnu í Krónunni og bara missti af árinu. ég ætla alldrei aftur að vinna þarna. það hefur sjáanleg áhrif á námið mitt. ég ætla síðan aftur að byrja í Júdó og komast í svarta beltið, með þeim síðustu 3 sem að byrjuðu með mér, ég byrjaði í júdódeild ÍR þegar að hún var stofnuð og ég tók þetta ekki beint alvarlega fyrr en að ég var hættur, nú er ég búinn að gleyma flestu, en ég ætla að byrja aftur og taka þetta með stæl, ég komst að því að margar manneskjur hætta í íþróttum á mínum aldri vegna þessa ð þeir nenna því ekki, ég ætla að afsanna það, alveg eins og með að vinna í búð, ég entist meira ein hálft ár.

núna er skaupið að byrja.

kv.
                                                                  -Kári

gleðilegt nýtt ár!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

veistu, ég er sammála flestu þessu...nema ekki séns að ég hætti í skylmingum

og hey, 2008 verður alveg awsum ár, mundu það bara, 15.árið núna, lögríða aftur...og aukin réttindi sem mér er nánast sama um

kv.Bjarki

haltu áfram að blogga

Bjarki (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband