27.1.2008 | 21:01
lærilær
ég þoli ekki skólann.... þetta hafið þið ábyggilega heyrt áður, en enginn hefur haft áhuga á að hlusta á hvers vegna, hér kemur það...
... ástæða fyrir að við krakkarnir erum neydd að vakna 5 daga vikunar klukkan 8 um hánótt er að við erum að fara í skólann. það er mjög gott að við förum í skólann, ég hef ekkert á móti því að læra Í SKÓLANUM, en hins vegar að læra utan skólans hata ég, af hverju er ekki bara látið okkur læra í skólanum, lengt árið um viku og tekið þessi 2 daga frí burt úr skóladagskránni og látið okkur læra almennilega, kanski lengja daginn um klst. það sökkar kanski að gera það en hugsa sér, ef að við förum í skólann kl 7, búin 1-2 og ekkert að læra, það væri fínt.
kanski eru allir ósammála með þetta en ég er bara á móti heimanámi, eins og foreldrar okkar segja við okkur:"verið börn eins lengi og þið getið, ekki fullorðnast of fljótt" ég nenni ekki að eyða heilu helgunum í að læra fyrir næstu viku út af því að við áttum of stuttan dag. ég er bara á því að íslenska grunnskólakerfið sé úrelt. tímarnir eru alavega úreltir, kennslan er fín. fyrir utan einn hlut. það er stærðfræðin. ég hef alldrei verið neinn rosa stærðfræðigaur, en það hefur nú enginn í fjölskildunni verið það fyrir utan mömmu mína og afa minn. en stærðfræðin er frekar illa kennd hérna, ég fékk rétt svo að læra margföldunartöfluna sem að ég kann ekki alveg alla ennþá, og síðan var farið út í deilingu sem að meikaði ekkert sense fyrir mér vegna þess að þá var strax byrjað að taka upp margföldun aftur, síðan vcar farið í algebru, kenna okkur um pi og fleira og að finna gildi og einfalda og hvað annað. ég kann ekki nema helminginn af þessu, það var bara kennt svo illa, maður skildi ekkert af því sem að kennarinn sagði, síðan var sent mann í próf og síðan eftir það vill kennarinn tala um að maður tekur ekki nóg eftir, það var ekki hægt að skilja neytt af þessu, kennarinn talaði ekki Íslensku. þetta er eins og að læra Rússnesku á þann hátt að gaur kemur inn og talar bara rússnesku og lætur mann fá al-Rússneskt námsefni, engar þýðingar. Ok, kanski með tímanum lærir maður málið en það er langur tími, þetta er eins, það verður að útskýra þetta fyrir manni.
ég ætla sooooo ekki að leggja þá byrði á kennara í menntaskóla að læra erfiða stærðfræði.
jæja, ég er búinn að hella eitthvað af huga mínum á bloggið núna.
VARÚÐ: hér koma myndir og pælingar beint úr hugarheimi mínum, ég ráðlegg ykkur að ekki hafa foreldra, lítil systkini eða teprur nálægt, ég er listamaður at work og ég leita að inspiration alls staðar frá.
ég er að hugsa um að safna miklu hári og "Jasona" það síðan, sem sagt að ég raka hliðarnar af en skil eftir síða hárið, prófa að lita það svart og breytast í goth.
þessi mynd kom þegar að ég skrifaði goth í google, þessi mynd er frekar grófklámfengin en samt var eitthvað "artískt" sem að heillaði mig við að sjá hana, mainly var þetta hot, en eitthvað sick á sama tíma, hvað finnst ykkur hinum?
þetta er bara cool, var að leita að gömlum cyberpunk leikjum, fann þessa mynd og bara vó. þetta er mjög vel teiknað.
svo sad að hann skildi hafa dáið svona ungur. hann var víst að missa röddina út af reykingum og ætlaði að hætta í Nirvana, það er talað um að "sjálfsmorðsbréfið" hans hafi upprunalega verið bréf til hljómsveitarinnar og aðdáenda að hann ætlaði að hætta, vegna þess að síðasti parturinn af bréfinu, sem að var "sjálfsmorðsparturinn" var skrifaður seinna, með örðum penna og með annari rithönd.
þetta er sjarmörinn sjálfur, ég er mjög stoltur af þessari mynd. hér er sagan á bakvið hana: ég var heima hjá Bjarka og við vorum í makkanum hans og síðan þurfti hann að fara að borða þannig að ég fiktaði bara eitthvað og fór í photo booth og sá að hann hafði tekið 3 emo myndir af sjálfum sér áður en ég kom, þannig að ég tók því sem áskorun og tók 3 emo myndir af mér, þessi var sú besta, hann sá hana síðan eftir að hann var búinn að borða, og við edituðum hana fullt, hún var samt svarthvít. en já, þetta er mjög "styltileg" mynd
langar í þennan, það er mest út af pikkuppunum og síðan eitthvað vegna þess að þetta er nýlegasta frá Fender, sem að er "original", ekki eitthvað endurútgefið shit. þetta er G & L Comanche, það væri samt flottara að eiga hann í svörtum.
jæja, þá er það bara video við þetta allt og þá kveð ég.
Kv.
-Kári.
P.S. emo/goth/artsy/punk er alveg possible sem stíll.
Athugasemdir
ok, goth myndin nokkuð hot en sick sjónarhorn...alveg sammála um skólakerfið, vildi frekar alveg leggja meira á mig fyrir ekkert heimanám...þþú ættir alls ekki gera við hárið eins og Jason. og þetta lag er alveg geðveikt. Emo myndin var nokkuð góð, og þessar 3 "emo" myndir sem ég tók voru ekki beint ætlaðar að vera emo. Við ættum að gera fleiri myndbönd....eða bara cutta þessu hrikalegu myndbönd sem við höfum nú þegar...og Ingvar verður að vera í fleirum... Gítarinn nokkuð cool, myndiru breyta honum eitthvað? kasski litnum?
og jamm bloggaðu oftar....mér leiðist svo oft nýlega.
SMILE!
Bjarki (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 21:16
Flotterí heit í blogginu, mikið efni, mikil rök, má ég kjósa þig í næstu kosningum Kári? Ég er virkilega að pæla í því(verðum 18 ára þá)
Og Bjarki, ef þér leiðist mikið, kíktu þá líka á mína bloggsíðu, ekki alveg jafn dökk og hans Kára eeeen
Oddur Ævar Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.