leiddist í tíma

ég var að láta mér leiðast í Íslenskutíma, og fór að hugsa til ástar, og byrjaði bara að hripa eitthvað niður í stílabókina mína sem að varð að löngu kvæði.

þetta er emoticonal shit og vill deila því með ykkur, þetta er um sömu manneskju á sama tíma, og kemur frá sömu manneskju.

Ég hata þig svo mikið að ég fékk mér tattú með mynd af þér og nafni þínu, ég eyði nóttunum í að skera þig burt, en þú kemur bara aftur, eins og slæmt krabbamein.
Ég elska þig svo mikið að ég fékk mér tattú með mynd af þér og nafni þínu, ég eyði nóttunum í að skera þig burt, því að ég er ei verðugur til að ganga með þér. En samt kemur þú aftur.

Þú ert svo forljót að mér verður flökurt af því að sjá þig.
Þú ert svo falleg að mér verður flökurt af því að sjá þig ekki.

Þú lítur út eins og mistök guðs og átt ekki skilið að lifa.
Þú ert fullkomnun guðs og ég á ekki skilið að lifa í nánd við þig.

Þú eyðilagðir líf mitt og tókst tilgang minn til að lifa.
Þú græddir líf mitt og gafst mér tilgang til að lifa.

Þegar að þú horfir á mig þá sekk ég lengra inn í eigið brjálæði og sjúkleika af morðhugsunum um þig.
Þegar að þú horfir á mig þá sekk ég lengra inn í augu þín og týnist algerlega.

Ég vorkenni vinum þínum fyrir að þekkja þig.
Ég öfunda vini þína fyrir að þekkja þig.

Í huga mínum drep ég þig aftur, aftur og aftur.
Í huga mínum kyssi ég þig aftur, aftur og aftur.

Mig langar til þess að binda þig við staur og pína þig til dauða.
Mig langar til þess að njóta ásta með þér hverja einustu nótt.

Mig langaði einusinni að játa hatur minn á þér...
Mig langaði einusinni að játa ást mína á þér...

... Lemja þig...
... Kyssa þig...

... Sparka í kvalinn líkama þinn...
... Renna höndum mínum um silkimjúkan líkama þinn...

... Henda þér í skottið á bílnum mínum...
... Skutla þér heim á nýja bílnum mínum...

... Brenna burt augun á þér...
... Horfa djúpt í augun á þér...

... Og segja...

... "Ég hata þig".
... "Ég elska þig".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Fjári gott ljóð hjá þér.

Svava frá Strandbergi , 5.2.2008 kl. 19:34

2 Smámynd: Spegilmynd

frumlegt, gott en nokkuð sick verð ég að segja...

Spegilmynd, 5.2.2008 kl. 19:38

3 Smámynd: Ingvar Helgi Árnason

nice ljóð Kári, endirinn var voða dramatic en pretty sick... voða flott ljóð samt.

Ingvar Helgi Árnason, 5.2.2008 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband