það er engin fyrirsögn í þetta sinn.

hæmms mínir örfáu lesendur sem að ennþá koma í meira frá kár-kárinu.

það var árshátíð seljaskóla fimtudaginn 13. og það var besta árshátíð sem að ég hef komið á hingað til. þetta byrjaði á að ég var búinn að plana öll fötin mín, ætlaði að mæta rosa fínn, enda eru árshátíðir seljaskóla aðeins einu sinni á ári og ég fæ bara 3 sénsa, búinn núna með 2 þeirra, og þetta var voðalega fínt, ég fann skyrtuna, passaði vel og fór mér vel; bindi, allvöru silki ladiez and genitals; jakka, fermingarjakkinn sem að var aðeins of stór þegar að ég fermdist, en núna passaði hann fullkomnlega... allt gekk þetta vel þangað til að hræðilegur hlutur gerðist: ég fann engar buxur. ég leitaði alls staðar, undir rúmi, undir borði, inni í öllum skápum og hillum. ekki fannst þetta, þannig að ég neyddist til þess að mæta í gallabuxum. ég hlýt að hafa verið á einhverri rosalegri moodswing vegna þess að þetta var það versta sem að hafði komið fyrir mig um ævina, en ég sá á hátíðinni að það voru fleiri í sama skít og ég. allavega... ég hringdi svo í Bjarka og hann sagði að ég ætti að koma mér til hans, þannig að ég pikkaði upp Arnór í leiðinni, og við örkuðum þá til Bjarka, hávælandi undir skónum sem að gáfu okkur blöðrur, runnu til í snjónum og voru víst gerðir til að pína mann líkamlega og andlega. þegar að við mættum átti Bjarki í sömu vandræðum og ég: engar buxur. en hann fann buxur sem betur fer. síðan fórum við, pikkuðum upp BMI og mættum með stæl á árshátíðina og tókum áfengisprófið með léttúð og vorum alveg kool með að Gauti væri að þukla á líkama okkar eftir áfengi... eða það vona ég að hann var að leita að. klukkan var 18:24 og við stóðum uppi á gullhömrum í röð við dyrnar sem að greinilega benti á að eitthvað var ekki í lagi, það átti að hleypa inn 18:00. það var víst einhver töf á en nemendaráðið náði að gera þetta í flýti og topp tíma, i salute you guys. það var hleypt inn í salinn 18:47, matur var borinn fram á slaginu 19:00 og þetta var þríréttað: sveppasúpa í forrétt, grillaður kjúklingur með maísköku í aðalrétt og súkkulaðifrauð með ís í eftirrétt. mergjað. síðan voru tilnefningarnar inn á milli. Rakel komst í tvær þeirra, en var ekki tilnefnd því miður, en hún kom allavega upp á skjánum og það var: rass ársins og par ársins með Oddi. síðan vann Patrekur húmor ársins og Diljá vann arty ársins, ég kaus þau nefnilega sem þetta :) en síðan kom enn ein hljómsveitin sem að samanstóð af Hedda, Atla, Trausta og einhverjum öðrum. þeir þrír hafa alltaf verið í hljómsveit og skipt um nöfn og meðlimi, og ég spurði hvað þeir kölluðu sig og þeir sögðu bara ekki nenna að vera að því að nefna hljómsveitina. en þeir spiluðu tvö lög, verst að voða fáir komu til þess að sjá þá. en síðan kom ein hljómsveit sem að var ráðin þarna til að spila sem að kalla sig Buffið. þetta voru magnaðir ( ég er að verða búinn með lýsingarorð) og þeir komu mér til að missa smá af röddinni og Einar í súrefnisskort, næs. en síðan var bara farið heim og ég fylgdi Einari heim, bara til þess að passa að hann myndi ekki detta eða eitthvað. þetta var gaman.

jæja fokkster ég er í stuði, ég er að hlusta á blink 182, er með þá á heilanum allgjerlega og er næstum kominn með What's My Age Again? á gítar, þetta er bara svo happy tune á laginu, verð bara að geta spilað það occationally.

já og ég var að prófa Unreal Tournament 3 í dag, unreal dude, þetta var avsum, ég ætla soo að fá mér hann á pc, koma mömmu út úr húsinu og misnota tölvuna.

jæja, ég er búinn í kvöld, ég þakka fyrir mig.

Blink 182 - What's My Age Again?

elska þessa útgáfu, spila alltaf í þessum tón, þoli ekki studio útgáfuna, þótt að hún sé ágæt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég var tilnefnd Kári,en ég vann ekkert.
haha
hafa réttu staðreyndirnar!

Rakel ósk (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 00:13

2 identicon

Hmm jáá þetta var fín árshátíð en mér fannst þessi í fyrra betri - það var eitthvað svo...."töfrandi" við hana!

Haha

Oddur Ævar Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 01:08

3 identicon

Og það fyrsta sem ég hugsaði þegar að ég sá þetta Kári var:

 KLEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEESSSSSSSSSSSSAAAAAAAA!

Oddur Ævar Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband