17.5.2008 | 00:40
lok
Jæja, núna er skólinn loksins að fara að róa sig niður. Enda bara 21 dagur í skólaslit.
Ég er byrjaður á að hlusta á Immortal...
Prófin eru í næstu viku, og það eru margir sem að kvíða fyrir þetta, en af einhverjum ástæðum finn ég ekki fyrir neinum kvíða. Jafnvel þótt að þetta séu vorprófin þá eru þetta bara venjuleg próf sem að eru síðan léttari en maður hélt ( fyrir utan stærðfræðina ).
... ég er að hugsa um að joina Immortal- army sama ár og ég fer á andkristni hátíðina...
Próf sem að mig kvíðir fyrir eru hin samrændu próf. Ekkert annað próf hræðir mig meira ( í augnablikinu ). Man að þegar að ég tók samrænda prófið í ensku sem að var reyndar piece of cake, þá á leiðinni út þá heyrði ég 10. bekkinga sem að voru líka á leiðinni út tala um náttúrufræðiprófið, það á víst að vera það erfitt, það langt að maður fríkar bara út við að sjá prófið, það var víst ekki kennt þeim helminginn af þessu í unglingadeild. það á að vera eitt af þeim erfiðari prófum.
... síðan fer ég á Wacken og læt tattoa corpsepaint á andlitið á mér...
heyriði ég hef ekkert mikið annað að segja.
Pís át
... black metal.
P.S. ég er ekki hættur að blogga, þið eruð ekki það heppin.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.