wierd draumur

vá mig var að dreyma skrítinn draum.

skrifa um hann strax.

mig dreymdi um að ég væri að byrja í skólanum, nema að allir voru eitthvað öðruvísi, Ingvar var metalisti, Bjarki Þ var mjög óöruggur tölvunörd sem vissi allt um tölvur, Oddur var hnakki ( sorry Oddur, þetta var darumur, plús þú varst ekki leiðinlegur hnakki eins og flestir hnakkar eru ), Rakel var emo scene stelpa, skil ekkert hversvegna hún var það en hún var það, og ég var eins og ég er. :S
síðan var skólinn aðeins öðruvísi hann var aðeins stærri, dekkri, minna ljós og fullt af stöðum til að setjast niður og hanga á, eins og í 8. bekk.

Skólinn var að byrja og við mættum í tíma í fyrsta sinn og fyrir utan skrítið útlit á öllum þá var allt eins og það er, Rakel og Oddur voru saman, Bjarki, Ingvar og ég vorum eitthvað að tala um Diablo eða eitthvað tengt því. síðan gekk kennarinn inn og sagði okkur að fara í tölvurnar, þá settumst við niður við borðin okkar og allt í einu voru rosa fartölvur komnar og við opnuðum og bjuggum til karakter í einhverjum netleik. þetta var svona WoW blandað við Everquest með smá keim af EVE online. það er actually góð hugmynd að leik. 

síðan fór okkur að leiðast að vera í þessum leik og Patti, já Patti af öllum, sagði að námsefnið væri leiðinlegt og vildi fara út í frímó. kennarinn sagði að þetta væri bráðnauðsynlegt að kunna í framtíðinni, og að þessi leikur væri alls staðar. við vorum aðeins lengur í honum og síðan sagði kennarinn okkur að við ættum að vera komin í lvl 7 fyrir næsta tíma. þá byrjuðu frímínutur.

við vorum eitthvað að hanga fyrst og síðan allt í einu gekk palli framhjá og skoraði Ingvar í rappstríð. Ingvar hótaði að skera hann og hann hljóp í burtu, þannig að maður heyrði í blinginu hans hringla. Ingvar andvarpaði og var allt í einu kominn með gítar í hendurnar og var að semja tónlist, skrifa nótur á meðan hann spilaði eitthvað. síðan byrjaði ég að tala um hvað tilbreytingarlaust námið væri og að það væri heimskulegt. þá allt í einu breytist draumurinn, ég skippa nokkra mánuði og það er kominn vetur, þá er ég víst kominn á einhvern stað með skólanum sem að líkist Reykjum en er líka eitthvað líkur skólanum.

Þar er ég víst að tala um einhver kort sem við þurfum, sem munu gera allt betra. síðan snjóaði rosalega mikið og við förum öll í sund. ekkert einfaldara, það er sundlaug þarna, snjór og það er alltaf nótt. þetta er basically frí. síðan fórum við og grillum og síðan er party með öllum vinunum. þannig líða dagarnir þangað til að ég fer allt í einu til gaurs í einhverju húsasundi og tala um hvort hann hafi efnið.

hann segist hafa efnið en spyr hvort ég hafi peninginn. ég sýni honum peninginn og hann fær svona græðgisglampa í augun og lætur mig hafa tvo silfraða plastpoka með einhverju hörðu í, þetta eru svona pokar eins og harðir diskar, skjákort og fl. er sett í til að verja það. síðan fer ég með það tilbaka á staðinn og sýni vinunum það. allir eru voða hissa á að ég hafi þetta á mér, og Rakel vill að ég feli það. allir eru sammála því þetta er víst eitthvað lögbrot að eiga svona. ég veit ekkert hvað þetta er ennþá.

síðan læt ég eins og einhvern sundvörð geyma þetta í kassa og segi honum að fara mjög varlega með þetta. hann tekur þetta og síðan fer ég í einhverskonar bardagamót. Bjarki Þ er að berjast með alvöru sverðum og nær að drepa andstæðing sinn, það er fagnað. ég á víst að drepa einhvern með gítar. ég byrja á að lemja andstæðinginn en hann haggast ekki, hann heggur af mér 2 tær. ég stend upp og sé magnara í horninu á hringnum ( þetta er stór bardagahringur ) og ég haltra þangað og tengi gítarinn, ég spilaði eitthvað lag með Arch Enemy, og gaurinn byjrar að meiðast, en það er ekki nóg, þá hleypur Hrefna inn í hringinn og byjrar að syngja textann, og hann deyr. yey, takk Hrefna.

síðan erum ég allt í einu kominn á gang í skólanum og það er borð með opnum tölvukassa á. ég hleyp að honum með pokana og opna þá. þetta eru risastór skjákort og netkort. ég set þau inní og allt í einu er allt orðið í lagi. alls staðar.

 

takk fyrir að lesa alla þessa sýru, en ég sleppti fullt af hlutum í draumnum sem voru bara silly.

sjaumst, vonandi er ég ekki of scary fyrir ykkur. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Spegilmynd

haha, jámm athugaverður draumur, samt gaman að lesa um hann. En af hverju var ég Tölvunörd, það er lame.


en það væri gaman ef þetta um netleikinn væri satt. En þetta bardagamótadót var bara fáránlegt.

Fínn draumur.

Spegilmynd, 14.6.2008 kl. 15:40

2 Smámynd: Eirdís Heiður C Ragnarsdóttir

nerds.. nerds... nerds............

Eirdís Heiður C Ragnarsdóttir, 16.6.2008 kl. 17:20

3 identicon

Eirdís...We love it, we like it - and we're never going to change.

Annars var þetta skondinn draumur, helvíti langur. Og fyrst ég var ekki leiðinlegur hnakki þá ætti það að vera í lagi. En þúst ég veit að Bjarki Þ myndi aldrei vinna duel:O

*Ath. fyrrnefnda gæti flokkast undir hópinn "Kaldhæðni".

Oddur Ævar Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 00:34

4 identicon

En eins og ég segji þá er það ekki gott að borða myglaðan ost fyrir svefninn Kári minn:)

Oddur Ævar Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 00:36

5 identicon

hehe,alltaf gaman að sjá að það sé minnst/mynnst á nafnið sitt í bloggum,þá á jákvæðann hátt-Annað en hjá öðrum *hóst* Oddur*hóst*
heh:
Mjöög mikil sýra hjá þér!

ÉG EMO??
hahaha

Rakel Ósk (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 01:25

6 Smámynd: Ingvar Helgi Árnason

HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA XD varstu á Idósir nóttina fyrir eða hvað Kári...

Þú vildir að ég væri Metalisti er það ekki... XD

Ingvar Helgi Árnason, 1.7.2008 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband