27.7.2008 | 01:37
global warming... or what?
Hugleiðing.
Ég trúi því að norður- og suðurpóllinn séu að bráðna og ég trúi því líka að vatnsyfirborð hækki um 40 metra, ég trúi líka að ósónlagið okkar er að eyðast upp vegna gróðurhúsalofttegunda ( hversvegna er gróðurhúsalofttegundir gott orð yfir eitur? )
En núna í þessu var ég að spá:" hvað ef ósónlagið sé ekkert að eyðast upp? gæti verið að yfirvöld jarðar séu að fela fólki sannleikanum um hvað sé í raun og veru að gerast?"
Hvað ef jörðin væri hreinlega byrjuð að snúast þannig að pólarnir okkar verði ekki lengur norður- og suðurpóll, kanski er bara jörðin að breyta staðsetningu miðbaugs, þannig að núllbaugur verði miðbaugur og miðbaugur verður að núllbaugi.
það myndi skýra margt:
1. bráðnun póla væri vegna mikils hita sem fylgir því að færast sunnar og norðar
2. aukning á gróðurhúsalofttegundum. það gæti verið að eiturefni sem hafa verið grafin í jörðu séu að hitna, ef að ég lærði eitthvað um eitur og geislavirkni þá eykst eitrun við hita. hitinn myndi koma vegna þess að miðbaugurinn væri ekki á sama stað og hann var.
3. afhverju það er allt í einu komið niðamyrkur á Íslandi svona fljótt!
-----------------------------------------------------------------------------------------
en ég trúi ekki orði af því sem ég var að tala um, þetta var bara hugleiðing.
Athugasemdir
Jamm, það er nokkuð til í þessu... En varstu búinn að spá í það að þetta gæti bæði verið að gerast á sama tíma?
Arnór , 27.7.2008 kl. 07:41
Það er talið 50/50 séns að Norðurpóllinn bráðni í September og komi aftur í annahvort Nóvember eða Október... En ég held að þetta sé eyðingin á ósónlaginu sem hleypir útfjólubláu ljósi inn sem hitar jörðina. Þess vegna fynnst mér að Bandaríkjin ættu að HÆTTA í Írak og Afghanastan og nota þessa marg billjón dollara í stríðspening til að þróa öðruvísi orku, Vetni t.d...
Ég vona að Barack Obama verði snjallari en Bush.
Ingvar Helgi Árnason, 28.7.2008 kl. 02:43
síðan gæti það líka verið að ísöldin sé að enda...
Ingvar Helgi Árnason, 28.7.2008 kl. 02:45
að enda.... HÚN ER EKKI BYRJUÐ!
Arnór , 28.7.2008 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.