Færsluflokkur: Bloggar
8.7.2008 | 16:10
hlaupandi bóla... my ass
jæja, dagur fimm í holdsveiki kominn. þetta er eitthvað af því versta sem komið hefur fyrir mig. hugsið ykkur mig, með hlaupabólu.
ég ýmindaði mér þetta allt öðruvísi. ég bjóst við rauðum punktum sem klæjaði undan, ekki risastórum kýlum sem að er sárt að líta á.
pizza face er besta lýsingin á andliti mínu í augnablikinu.
ég smita ekki lengur en áfrýnilegur er ég ekki.
yfir og út.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.7.2008 | 00:31
priceless dauðans
þetta er hin umtalaða mynd sem að ég tók af Ingvari rétt eftir að ég og Bjarki sögðum honum frá djúsí sögu um safaríkt party, og afmeyjun Arnórs.
þetta lítur út eins og venjulegt bros en þetta er actually sjokk og undrun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.6.2008 | 15:14
wierd draumur
vá mig var að dreyma skrítinn draum.
skrifa um hann strax.
mig dreymdi um að ég væri að byrja í skólanum, nema að allir voru eitthvað öðruvísi, Ingvar var metalisti, Bjarki Þ var mjög óöruggur tölvunörd sem vissi allt um tölvur, Oddur var hnakki ( sorry Oddur, þetta var darumur, plús þú varst ekki leiðinlegur hnakki eins og flestir hnakkar eru ), Rakel var emo scene stelpa, skil ekkert hversvegna hún var það en hún var það, og ég var eins og ég er. :S
síðan var skólinn aðeins öðruvísi hann var aðeins stærri, dekkri, minna ljós og fullt af stöðum til að setjast niður og hanga á, eins og í 8. bekk.
Skólinn var að byrja og við mættum í tíma í fyrsta sinn og fyrir utan skrítið útlit á öllum þá var allt eins og það er, Rakel og Oddur voru saman, Bjarki, Ingvar og ég vorum eitthvað að tala um Diablo eða eitthvað tengt því. síðan gekk kennarinn inn og sagði okkur að fara í tölvurnar, þá settumst við niður við borðin okkar og allt í einu voru rosa fartölvur komnar og við opnuðum og bjuggum til karakter í einhverjum netleik. þetta var svona WoW blandað við Everquest með smá keim af EVE online. það er actually góð hugmynd að leik.
síðan fór okkur að leiðast að vera í þessum leik og Patti, já Patti af öllum, sagði að námsefnið væri leiðinlegt og vildi fara út í frímó. kennarinn sagði að þetta væri bráðnauðsynlegt að kunna í framtíðinni, og að þessi leikur væri alls staðar. við vorum aðeins lengur í honum og síðan sagði kennarinn okkur að við ættum að vera komin í lvl 7 fyrir næsta tíma. þá byrjuðu frímínutur.
við vorum eitthvað að hanga fyrst og síðan allt í einu gekk palli framhjá og skoraði Ingvar í rappstríð. Ingvar hótaði að skera hann og hann hljóp í burtu, þannig að maður heyrði í blinginu hans hringla. Ingvar andvarpaði og var allt í einu kominn með gítar í hendurnar og var að semja tónlist, skrifa nótur á meðan hann spilaði eitthvað. síðan byrjaði ég að tala um hvað tilbreytingarlaust námið væri og að það væri heimskulegt. þá allt í einu breytist draumurinn, ég skippa nokkra mánuði og það er kominn vetur, þá er ég víst kominn á einhvern stað með skólanum sem að líkist Reykjum en er líka eitthvað líkur skólanum.
Þar er ég víst að tala um einhver kort sem við þurfum, sem munu gera allt betra. síðan snjóaði rosalega mikið og við förum öll í sund. ekkert einfaldara, það er sundlaug þarna, snjór og það er alltaf nótt. þetta er basically frí. síðan fórum við og grillum og síðan er party með öllum vinunum. þannig líða dagarnir þangað til að ég fer allt í einu til gaurs í einhverju húsasundi og tala um hvort hann hafi efnið.
hann segist hafa efnið en spyr hvort ég hafi peninginn. ég sýni honum peninginn og hann fær svona græðgisglampa í augun og lætur mig hafa tvo silfraða plastpoka með einhverju hörðu í, þetta eru svona pokar eins og harðir diskar, skjákort og fl. er sett í til að verja það. síðan fer ég með það tilbaka á staðinn og sýni vinunum það. allir eru voða hissa á að ég hafi þetta á mér, og Rakel vill að ég feli það. allir eru sammála því þetta er víst eitthvað lögbrot að eiga svona. ég veit ekkert hvað þetta er ennþá.
síðan læt ég eins og einhvern sundvörð geyma þetta í kassa og segi honum að fara mjög varlega með þetta. hann tekur þetta og síðan fer ég í einhverskonar bardagamót. Bjarki Þ er að berjast með alvöru sverðum og nær að drepa andstæðing sinn, það er fagnað. ég á víst að drepa einhvern með gítar. ég byrja á að lemja andstæðinginn en hann haggast ekki, hann heggur af mér 2 tær. ég stend upp og sé magnara í horninu á hringnum ( þetta er stór bardagahringur ) og ég haltra þangað og tengi gítarinn, ég spilaði eitthvað lag með Arch Enemy, og gaurinn byjrar að meiðast, en það er ekki nóg, þá hleypur Hrefna inn í hringinn og byjrar að syngja textann, og hann deyr. yey, takk Hrefna.
síðan erum ég allt í einu kominn á gang í skólanum og það er borð með opnum tölvukassa á. ég hleyp að honum með pokana og opna þá. þetta eru risastór skjákort og netkort. ég set þau inní og allt í einu er allt orðið í lagi. alls staðar.
takk fyrir að lesa alla þessa sýru, en ég sleppti fullt af hlutum í draumnum sem voru bara silly.
sjaumst, vonandi er ég ekki of scary fyrir ykkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.5.2008 | 00:40
lok
Jæja, núna er skólinn loksins að fara að róa sig niður. Enda bara 21 dagur í skólaslit.
Ég er byrjaður á að hlusta á Immortal...
Prófin eru í næstu viku, og það eru margir sem að kvíða fyrir þetta, en af einhverjum ástæðum finn ég ekki fyrir neinum kvíða. Jafnvel þótt að þetta séu vorprófin þá eru þetta bara venjuleg próf sem að eru síðan léttari en maður hélt ( fyrir utan stærðfræðina ).
... ég er að hugsa um að joina Immortal- army sama ár og ég fer á andkristni hátíðina...
Próf sem að mig kvíðir fyrir eru hin samrændu próf. Ekkert annað próf hræðir mig meira ( í augnablikinu ). Man að þegar að ég tók samrænda prófið í ensku sem að var reyndar piece of cake, þá á leiðinni út þá heyrði ég 10. bekkinga sem að voru líka á leiðinni út tala um náttúrufræðiprófið, það á víst að vera það erfitt, það langt að maður fríkar bara út við að sjá prófið, það var víst ekki kennt þeim helminginn af þessu í unglingadeild. það á að vera eitt af þeim erfiðari prófum.
... síðan fer ég á Wacken og læt tattoa corpsepaint á andlitið á mér...
heyriði ég hef ekkert mikið annað að segja.
Pís át
... black metal.
P.S. ég er ekki hættur að blogga, þið eruð ekki það heppin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2008 | 10:47
samrænt próf
vá. helvíti er til.
ég var 1 klukkutíma og 40 mínútur í helvíti.
samt var ég einn af fyrstu fimm sem fóru út
ég var nr. 4 :P
ég fór út klukkan 10:40
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.4.2008 | 22:48
:(
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2008 | 23:04
:I
lífið byrjar á að fríka okkur út þegar að það byrjar með stærsta sjokki lífs okkar, fæðingunni.
síðan byrjum við í skóla og komumst að þeirri hræðilegu niðurstöðu að ekki öllum er vel við mann,
sumum er jafnvel neitað félagslegri stöðu og eru þannig árin saman, og síðan skiptir maður um skóla og er ekki búinn að þroskast neitt félagslega bara út af því að maður var "þessi nörd".
þá byrjar andlegt ofbeldi og ömurleiki tilverunnar. manni er látið líða eins og maður sé ekki neitt, misnotaður, laminn og kraminn undir fótum "þeirra vinsælu".
Maður stendur sig vel í skóla, fær góðar einkunnir og er hrósað af kennaranum. þá breytist maður í
kennarasleikju allt í einu.
Maður reynir að komast í hópinn, þau notfæra sig mann, niðurlægja mann og síðan skilja mann eftir.
síðan hellist kynþroskinn yfir mann, bólur og sviti setja sitt mark á mann, eins og maður var ekki nógu ljótur og illa lyktandi fyrr. Maður fær áhuga á stelpum, en þær láta sem þær sjá mann ekki vegna þess að "hann er svo krípí".
Síðan loksins undir miðju kynþroskans þá kynnist maður fólki
sem stundum vill hafa mann í kring um sig, en annars á maður bara að fara burt.
svona gengur þetta yfir aftur og aftur, þangað til að þunglyndið byrjar að herja á mann, hættir að sjá allan tilgang, hugsar um lítið annað en alla hnífana heima, eða reipið í geymslunni. mmaður hættir að finna til eftir einhvern tíma. maður vaknar og finnur ekki til, maður fer í tíma og finnur ekki til, maður kemur heim og finnur ekki til. það er samt ein tilfinning eftir, og það er sársauki.
maður er dauður inni í sér.
Manneskjan hvarf fyrir löngu. Aðeins tóm skel er eftir.
allt vegna þess að maður byrjaði aðeins öðruvísi, þá er maður skotmark árása sem að enginn ætti að þurfa að þola.
bæ, ég vona að einhverjir tilfinningahamlaðir einstaklingar gátu lesið þetta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2008 | 02:37
præsless mynd
hæ, ég var á msn og vinkona mín sendi mér link á eina mynd af gaur sem að er frekar "popular" í skólanum okkar, og ég ákvað að vinna myndina aðeins, hér er útkoman.
Varð bara að sýna ykkur þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.4.2008 | 20:33
2008: A Game Odyssey
ég er var að horfa á Game Tíví og sá að það er fullt af góðum leikjum að koma í ár, og síðan eru líka fullt af leikum sem að ég frétti af áður.
en hugsið út í þetta, það getur varla verið tilviljun að allir þessir leikir hafa og munu koma á þessu ári.
Grand Theft Auto IV ( 19 dagar!!! )
Spore
Little Big Planet
Merceneries 2
Condemned 2
Overlord
Destroy All Humans 3
Starcraft 2
Rockband
Metal Gear Solid 4
Star Wars : Force Unleashed
Haze
þetta eru helstu leikirnir sem að koma eða hafa komið í ár, en samt aðeins brot af öllu úrvalinu.
þetta vekur strax upp kátínu í mér að sjá þessa titla, og hver veit nema að einn leikur sem að hefur næstum því í 10 ár verið í vinnslu, og á síðasta ári byrjaði einhver áróður um hvort hann væri kominn. Nafn hans er svo karlmannlegt að í hvert sinn sem að maður sér, heyrir eða les nafn hans þá stækkar typpi manns um 5 millimetra:
Duke Nukem Forever.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.3.2008 | 05:49
svefnlaus
skrítið hvað svefnleysi er skrítið.
þetta er búið að vera svona síðan að fríið byrjaði, ég fyrst sef eins og barn á nóttuni ( og sef kanski of mikið ), síðan er ég allgjerlega útúrspeisaður allan daginn eftir og líður eins og ég hafi ekkert sofið. síðan verð ég veikur, og sef sæmilega venjulega og þá er ég samt allgerlega spaced out og síðan núna er ég bara varla búinn að sofna, og núna sofnaði ég ekkert.
ég vaknaði 3 pm, eftir erfiðan svef, party hjá útlengdingunum fyrir ofan, og ég er frekar venjulegur allan daginn, fer út í búð með mömmu, leigji mynd, og hringi í Bjarka og óska honum til hamingju með afmælið og finn nokkra gaura til þess að fara með til hans og við chillum heima hjá honum og horfum á semi-xrated mynd og síðan fer ég heim.
næst reyni ég að sofna, en það er ekki að gera sig, finnst ég vera furðu virkur miða við að það klukkan sé 1. jæja, þá setur maður myndina sem að maður leigði í tækið og reynir að sofna yfir því, það virkar ekki heldur, skrítið að ég sé ennþá svona aktív klukkan 2:30 um nótt. reyni að "gera mér upp" svefn og bara blekkja svefninn og þykjast vera sofandi og kanski sofna þannig. varð fyrir vonbrigðum þar, eftir hálftíma af að hlusta á þögnina og tæma hugann.
þá er það úrslitaúrræðið: ég fer í sturtu og skipti um föt. þetta hlýtur að eyða orku minni. kem úr heitu baðherberginu, og klæði mig í á leiðinni í herbergið. verð að viðurkenna að sturtan róaði mig aðeins niður eftir að hafa horft á eurotrip klukkan 1 um nótt. en samt virðist ég ekki getað svikið svefninn á neinn hátt. afhverju verð ég svona oft fyrir vonbrigðum.
ég reyni að lesa en gefst strax upp á því og byrja að ráfa um húsið klukkan 4 um nótt, í örvæntingarfullri leit að Óla Lokbrá. kanski er hann fastur undir sófa eða í avsum borðtölvunni hennar mömmu.
ef að ég fæ ekki fundinn friðinn, þá held ég að ég verði að grípa til ofbeldis.
Muse - New Born
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)