Færsluflokkur: Bloggar
15.3.2008 | 00:55
það er engin fyrirsögn í þetta sinn.
hæmms mínir örfáu lesendur sem að ennþá koma í meira frá kár-kárinu.
það var árshátíð seljaskóla fimtudaginn 13. og það var besta árshátíð sem að ég hef komið á hingað til. þetta byrjaði á að ég var búinn að plana öll fötin mín, ætlaði að mæta rosa fínn, enda eru árshátíðir seljaskóla aðeins einu sinni á ári og ég fæ bara 3 sénsa, búinn núna með 2 þeirra, og þetta var voðalega fínt, ég fann skyrtuna, passaði vel og fór mér vel; bindi, allvöru silki ladiez and genitals; jakka, fermingarjakkinn sem að var aðeins of stór þegar að ég fermdist, en núna passaði hann fullkomnlega... allt gekk þetta vel þangað til að hræðilegur hlutur gerðist: ég fann engar buxur. ég leitaði alls staðar, undir rúmi, undir borði, inni í öllum skápum og hillum. ekki fannst þetta, þannig að ég neyddist til þess að mæta í gallabuxum. ég hlýt að hafa verið á einhverri rosalegri moodswing vegna þess að þetta var það versta sem að hafði komið fyrir mig um ævina, en ég sá á hátíðinni að það voru fleiri í sama skít og ég. allavega... ég hringdi svo í Bjarka og hann sagði að ég ætti að koma mér til hans, þannig að ég pikkaði upp Arnór í leiðinni, og við örkuðum þá til Bjarka, hávælandi undir skónum sem að gáfu okkur blöðrur, runnu til í snjónum og voru víst gerðir til að pína mann líkamlega og andlega. þegar að við mættum átti Bjarki í sömu vandræðum og ég: engar buxur. en hann fann buxur sem betur fer. síðan fórum við, pikkuðum upp BMI og mættum með stæl á árshátíðina og tókum áfengisprófið með léttúð og vorum alveg kool með að Gauti væri að þukla á líkama okkar eftir áfengi... eða það vona ég að hann var að leita að. klukkan var 18:24 og við stóðum uppi á gullhömrum í röð við dyrnar sem að greinilega benti á að eitthvað var ekki í lagi, það átti að hleypa inn 18:00. það var víst einhver töf á en nemendaráðið náði að gera þetta í flýti og topp tíma, i salute you guys. það var hleypt inn í salinn 18:47, matur var borinn fram á slaginu 19:00 og þetta var þríréttað: sveppasúpa í forrétt, grillaður kjúklingur með maísköku í aðalrétt og súkkulaðifrauð með ís í eftirrétt. mergjað. síðan voru tilnefningarnar inn á milli. Rakel komst í tvær þeirra, en var ekki tilnefnd því miður, en hún kom allavega upp á skjánum og það var: rass ársins og par ársins með Oddi. síðan vann Patrekur húmor ársins og Diljá vann arty ársins, ég kaus þau nefnilega sem þetta :) en síðan kom enn ein hljómsveitin sem að samanstóð af Hedda, Atla, Trausta og einhverjum öðrum. þeir þrír hafa alltaf verið í hljómsveit og skipt um nöfn og meðlimi, og ég spurði hvað þeir kölluðu sig og þeir sögðu bara ekki nenna að vera að því að nefna hljómsveitina. en þeir spiluðu tvö lög, verst að voða fáir komu til þess að sjá þá. en síðan kom ein hljómsveit sem að var ráðin þarna til að spila sem að kalla sig Buffið. þetta voru magnaðir ( ég er að verða búinn með lýsingarorð) og þeir komu mér til að missa smá af röddinni og Einar í súrefnisskort, næs. en síðan var bara farið heim og ég fylgdi Einari heim, bara til þess að passa að hann myndi ekki detta eða eitthvað. þetta var gaman.
jæja fokkster ég er í stuði, ég er að hlusta á blink 182, er með þá á heilanum allgjerlega og er næstum kominn með What's My Age Again? á gítar, þetta er bara svo happy tune á laginu, verð bara að geta spilað það occationally.
já og ég var að prófa Unreal Tournament 3 í dag, unreal dude, þetta var avsum, ég ætla soo að fá mér hann á pc, koma mömmu út úr húsinu og misnota tölvuna.
jæja, ég er búinn í kvöld, ég þakka fyrir mig.
Blink 182 - What's My Age Again?
elska þessa útgáfu, spila alltaf í þessum tón, þoli ekki studio útgáfuna, þótt að hún sé ágæt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.3.2008 | 22:37
"splatter" myndir o.fl.
hæmms, ég var að velta fyrir mér hvort að einhver hérna þekkti góðar hryllingsmyndir og "splatter" myndir. af einhverjum ástæðum er ég í stuði fyrir að horfa á einhverskonar drápsmynd.
pæling: hvað er málið með mannkynið og að drepa hvort annað. alltaf þurfum við að vera umkringd dauða, meðvitað eða ómeðvitað. við horfum á þætti og myndir tengdar dauðanum, við lesum bækur tengdar dauðanum og við hlustum á tónlist tengda dauðanum. ekki að við höfum öll brennandi áhuga á dauðanum, en mér sýnist að við missum oft áhugan á hlutum nema eitthvað dauðatengt sé þarna. jæja, þetta er frekar dauð grein.
jæja, annars. ég fékk mér mp3 spilara um daginn, sansa 1 gig og ég fékk mér líka killer heyrnatól.
vá þetta var rush, þarna fór dauðinn úr greininni.
árshátíðin er núna á fimtudaginn og maður verður virkilega að byrja að máta föt, er kominn með skyrtu, bindi og jakka, eina sem að vantar eru buxur, á eftir að finna þær. Ingvar er víst tilbúinn, fór í klippingu í dag og bara vá... þetta er skringilega hnakkalegt, og fer honum asskoti vel. Hann á líka afmæli á laugardaginn, og það fyndna er að Bjarki á emptiness á afmæli á laugardaginn í næstu viku. það er komið einhver hugmynd að plani um að halda bara afmælin saman á afmæli Bjarka, en of course verður fagnað með Ingvari á hans afmælisdag. en það verður definetly partyað á afmælisdögunum þeirra.
ég er bara tómur núna.
bæbæ.
Immortal - One By One
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.3.2008 | 19:46
:/
ég var að horfa á 2001: A space odyssey.
þetta var weird mynd.
:O
http://youtube.com/watch?v=ajoMQ85PGOQ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2008 | 21:57
opnað aftur
ég opnaði bloggið mitt aftur, sorry þið saklausu lesendur sem að urðuð fyrir bloggleysi mínu, en ég bæti það upp fyrir ykkur með tímanum.
ég er ekki beint með efni núna, kem aftur seinna.
hér koma fullt af videoum.
Green Day - FOD ( Woodstock '94 )
Dir en Grey - Obscure ( Uncencored )
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.3.2008 | 01:31
"To the Mirthmobile!"
kvöldið, vampýrumaðurinn bloggar enn og aftur, en eitt með okkur vampýrur, we prefer to be called gingers.
ég er lítið búinn að vera að gera, er reyndar að safna fyrir fartölvu,
hún er avsum og sá sem að lítillækkar hana skal brenna, hér er linkur:
http://www.toshibadirect.com/td/b2c/pdet.to?seg=HHO&poid=403664
jamms, þetta verður góð tölva í allt, sérstaklega þegar að ég byrja fyrir alvöru að æfa mig í forritun. ég er nefnilega að fara að hafa 2 stýrikerfi á henni:
Windows Vista.
það er mesta rugl sem að Microsoft hefur hingað til,
bara gott í nýjustu leiki og er fyrir þá sem að ekkert kunna á tölvur og láta tölvuna gera allt fyrir sig.
Suse Linux.
þarna hugsið þið ábyggilega:"ohh, fokkings hálfviti, ætlar að eyðileggja fullkomna tölvu með þessari fjandans mörgæs" en það er ekkert til að hafa áhyggjur af, ég hef það inni á flakkara og það er actually hraðara en Windows, vegna þess að Windows er byggt á DOS, sem að var eyðilagt þegar að xp kom, þannig að næstum var ómögulegt var að komast í DOS-ið til að segja tölvunni hvað átti að gera. Linux er byggt á aðeins eldra, flóknara og öðruvísi kerfi sem að kallast Unix. það er hraðara og fer beint í málin, ólíkt DOS, og hægt er að komast í Unix-ið alltaf í linuxinu. það góða við Linux er að það er voðalega lítið til af forritum á það, þannig að ég get búið til mikið ef ég vill. bíð kanski aðeins með það samt, þangað til að ég hef einhverja reynslu.
en annars ætla ég mikið að vera í counter-strike á þessu við strákana mína (hint hint oddur og ingvar)
ég var á Jumper í dag (gær) og þetta var massa góð mynd. reyndar hef ég nokkra hluti að setja út á hana.
þetta byrjaði þegar að hann var fimmtán ára gamall, þá kastaði einhver asshole gjöf sem að hann ætlaði að gefa crushinu sínu út á einhvern ís. hann fór út á ísinn og síðan datt hann ofan í og "jumpaði" síðan inn á bókasafn, þá kom hann heim um kvöldið og pabbi hans hafði enga hugmynd um hvað gerðist, þetta gerðist við skólann hans og enginn hringdi í foreldra, samt kom sjúkrabíll að tjörninni. síðan komst hann að því að stelpan hélt að hann væri dauður, þá skildi hann gjöfina eftir hjá henni og fór, og hún sá hann ekki en var ekki hrædd, skrítið, ég hefði orðið hræddur ef að einhver sem að ég sá detta niður í tjörn og drukkna hefði skilið eftir það sem að hann hélt á þegar að hann "dó". síðan rændi hann banka, 15 ára gamall, og fór inn í hvelfinguna og enginn tók eftir neinu fyrr en daginn eftir, en í þessum banka voru líka gullstangir, en engar myndavélar inni í hvelfingunni, þetta er virkilega slæmur banki. síðan, 8 árum seinna, var hann kominn með massa íbúð í NY og alls staðar í heiminum, og ríkið er ekki búið að skipta sér að? þetta er bullshit. hvernig á 23 ára, atvinnulaus maður, sem að missti samband við eina fjölskildumeðlim sinn 8 árum áður að eiga fyrir þessu á lögmætan hátt? jæja, síðan fer einhver að elta hann og hann fer í heimabæ sinn og hittir high-school crushið sitt, og eftir klukkutíma samveru samþykir hún að fara með honum til Rómar,
síðan eftir 10 tíma samveru sefur hún hjá honum. úff, hún treystir fólki of mikið.
eftir 8 ár, þá væri ég hræddur við þessa manneskju ef að hún myndi bjóða mér til Rómar.
þetta var mjög óraunsæ mynd, reyndar á hún ekki að vera raunsæ, come on, teleporting? Paladins?
ég var að pæla: hvað ef að kók umbúðirnar væru grænar? yrðu þá ekki Sprite umbúðirnar rauðar?
myndi einhver treysta því að drekka úr rauðri flösku?
jæja, ég er búinn í dag.
Half- Life in 60 seconds
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.2.2008 | 11:10
hæsies
hæ ég er þreyttur í dag.
í dag er 29. febrúar, hlaupársdagurinn. þetta er skrítið að þurfa að bæta einum mánaðardegi inn í árið, er ekki hægt bara að hafa venjuleg ár þangað til að 365 hlaupár eru liðin og hafa bara eitt stórt hlaupár ? það er einhver artísk hugmynd sem að ég var að fá núna, er að hlusta á Muse, þannig að ég er mjög skrítinn á meðan. góð tónlist tho.
jæja, í gær voru Bjarkarnir og Arnór að monta sig yfir að þurfa bara að mæta í 2 tíma í dag, jæja ég toppaði þá: ég þurfti bara að mæta í einn tíma
ég verð laminn seinna í dag fyrir þetta.
Þið sem að lesið þetta blogg stundum eruð að verða búin í skólanum núna.
en um daginn var ég eitthvað með Ingvari og Pétri og þeir þurftu eitthvað að fara með Alex til mömu sinnar og þeir tóku mig bara með. þetta er það sem að ég kalla chill: bara ganga um bæinn um kvöld og nótt með vinum, ná strætó einhvert, fá sér junk food kl 9 um kvöld á crappy stað og síðan bíða eitthvað eftir einhverjum sem að er að spila eitthvað á gítar eða bassa.
það er mitt definition á chilli, nenni ekkert að hanga á sama staðinum allan tíman, frekar bara ganga eitthvert út í rassgat.
Hver horfði á skjá einn í gær? þið sem að gerðuð það tókuð eftir því að tveit þættir í röð voru með rauðhærðum lögreglumanni, Life og CSI: Miami, það er virkilega skrítið að sjá að allir rauðhærðir lögreglumenn eiga sér crappy fortíð og eru allgerlega fucked up á alla vegu. mér finnst að það ætti að hafa Dexter á eftir CSI, þá væri það bara extacy.
núna fékk ég sms.
verð að fara.
Muse - Hysteria
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.2.2008 | 13:02
bloggar loksins
eins og flestir hafa tekið eftir þá er bloggið læst, passinn er *************, en ég þarf ekki að segja það þar sem að þið komust inn :)
en ég hef ekki getað bloggað vegna þess að það var þessi helvítis vírus á tölvunni minni, og hann er núna vonandi farinn út, þar sem að það er búið að skanna tölvuna svona 60 sinnum, með 4 mismunandu forritum.
það er búið að vera avsum á meðan að ég bloggaði ekki, ekki að bloggið sé slæmt, no offense blogg. ég er að fara að sækja um í þinni verslun einhverntíma í þessum mánuði, ég var veikur alla síðudtu viku og núna er þetta að fara. já audda, veikindin: ég byrjaði með kvef, næst kom hálsbólga og síðan fékk ég flensuna, var vakandi alla nótt út af því að ég vildi æla en það bara kom ekki upp :(
en það er allt í lagi með mig núna, fékk að sleppa skólanum og sofnaði aðeins.
en í "blackoutinu", eða bloggleysinu þá fór ég á Cloverfield, alveg geggjuð mynd, lét mig horfa á stríð og hryðjuverk á allt annan hátt en ég geri, síðan var mikið af chilli bara, ekkert verið að æsa sig mikið, reyndar var hætt við að fara á Laugarveginn, gleymdist og grófst einhvernveginn. eða hvort allir fóru bara án mín, i don't know.
síðan kom vetrarfríið. Arnór og Bjarki muna eftir því, miðvikudagskvöldið ógleymanlega.... við þrír.... alveg einir.... Risk Future. jamms við byrjuðum fríið á Risk Future. en síðan kom afmælisdagur Rakelar, já hún er 15 ára. á undan öllum. ég er samt hærri en hún. en ég, Arnór, Bjarki, Bergur og Ingvar fögnuðum afmælinu hennar (án hennar) heima hjá Ingvari, það hefði verið betra þó ef að hún hefði getað komist og fleiri, en ég efast um að pabbi Ingvars eða Ingvar hefðu orðið ánægðir með það. :P við pöntuðum fullt af pizzu þarna, 6 to be precice, við ætluðum að fá 5, en það var frítt að fá 6, 3 tvennutilboð. ég held að ég hafi orðið veikur þetta kvöld, en eftir það borðaði ég ekki mikið.
þetta hlýtur að vera nóg fyrir ykkur.
VARÚÐ hér kemur arga klámið mitt.
Bjútifúll
Idolið mitt og Bjarka...
hver þekkir ekki þessar myndir... kemur mér alltaf til að hlæja. :P
jæja ég er búinn í dag.
video.
Bloggar | Breytt 3.3.2008 kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.2.2008 | 22:54
Rammstein - Benzin
þetta er extrím lag. ætla so að læra textann, taka það með hljómsveit einhvern tíma. Pant' ver' bassaleikari =D.
-------------------------------------
Benzin
Ich brauche Zeit, kein Heroin
kein Alkohol, kein Nikotin
Brauch keine Hilfe, kein Koffein
doch Dynamit und Terpentin
Ich brauche Öl für Gasolin
explosiv wie Kerosin
mit viel Oktan und frei von Blei
einen Kraftstoff wie Benzin
Brauch keinen Freund, kein Kokain
Brauch weder Arzt noch Medizin
Brauch keine Frau, nur Vaselin
etwas Nitroglyzerin
Ich brauche Geld für Gasolin
explosiv wie Kerosin
mit viel Oktan und frei von Blei
einen Kraftstoff wie Benzin
Gib mir Benzin
Es fließt durch meine Venen
Es schläft in meinen Tränen
Es läuft mir aus den Ohren
Herz und Nieren sind Motoren
Benzin
Willst du dich von etwas trennen
dann musst du es verbrennen
Willst du es nie wieder sehen
lass es schwimmen in Benzin
Ich brauch Benzin
Gib mir Benzin
----------------------
þetta var eiginlega tribute til Ingvars, þar sem að hann vill læra á gítar, þú lærir þetta, þetta er ekkert mál marrh.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.2.2008 | 00:50
hví?
Hvers vegna?
Það spurði ég mig.
Ég skil ekki þessa spurningu.
Ég skil heldur ekki svarið.
Samt hlýtur einhver að vita það, annars vissu það allir og hann hefði ekkert svar til þess að leyna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.2.2008 | 12:14
jeeyy, öskudagur... eða þannig
jæja, er ekki kominn dagurinn sem að við biðum öll eftir.
Öskudagur. Dagurinn sem að við höfum öll beðið eftir. Og hvað gerum við á þeim degi?
Við klæðum okkur í fáranlega búninga, förum niður í bæ og syngjum fyrir nammi. Hafið þið heyrt eitthvað fáranlegara? Nú kanski bandarísku hrekkjavökuna, þar sem að allir skreyta og krakkar fara ekki í búðir, nei, þeir fara í næstu hús!
Og fólk furðar sig á fleiri barnaníðingum á hátíðunum. Rdiculus. Ef að ég ætti að hugsa eins og barnaníðingur, þá myndi ég ekki ræna krökkunum af leikvöllum, eða plata þá á leikvöllum, nei, foreldrar þeirra eru þar og það væri allt of augljóst, ég myndi hins vegar bíða til hrekkjavöku, eða öskudags hér á landi, og narra krakkana þá, hugsið ykkur, þú sérð þá í alls konar búingum, þeir syngja fyrir þig og síðan gefurðu þeim nammi. Biddu? Var ekki bannað okkur að taka við nammi frá ókunnugum. Skrítið að það séu gerðar svona undantekningar.
Kanski er það bara biturleiki í mér en mér finnst þetta ekki skemmtilegur dagur, fyrir utan fríið.
en svona er þetta bara, einusinni var þessi dagur bara upp á að hengja poka með ösku aftan á yfirhafnir fólks, nú snýst hann um að syngja í búðum fyrir nammi.
ég er farinn að bitrast annarstaðar.
PS. ég var að horfa á Not Another Teen Movie í gærnótt og sá að lagið Tainted Love var gert fyrir myndina og leikararnir í myndinni komu í videoinu.
Marilyn Manson - Tainted Love
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)